Garfield kvikmynd Teiknimyndasögurnar frábæru um köttinn Garfield(Grettir) munu bráðum líta dagsins ljós sem leikin kvikmynd og verður hún leikstýrð af Peter Hewitt (Bill & Ted's Bogus Journey). Garfield verður gerður algjörlega í tölvu og mun snillingurinn Bill Murray lána honum rödd sína. Alvöru hundur verður hinsvegar látinn leika hundinn Odie(Odda). Eigandi Garfields, Jon Arbuckle(Jón), verður leikinn af Breckin Meyers (Road Trip, Clueless) og mun Jennifer Love Hewitt fara með hlutverk Liz.

Myndin mun í stuttu máli fjalla um það þegar hið fullkomna líf Garfield(sofa, borða, horfa á sjónvarp) er eyðilagt við það að Jón fær sér hund(Odie). Garfield þráir ekkert heitara en að losna við hundinn úr lífi sínu en þegar vondur hundaþjálfari stelur Odie verður Garfield náttúrulega að bjarga honum.


© Hamstur.is