Ár - 1995
Leikstjóri - Toby Randell, svartbeltingur í Kenpo og maðurinn á bakvið Hellraiser III, Ticks og sjónvarpsþættina Power Rangers in Space.
Leikarar -
Kenshiro (aðalhlutverkið) - Gary Daniels (ekkert skyldur Jeff Daniels), breskur kickbox/karate kall. Sigurvegari WKBA kickbox keppni í Californíu.
Lord Shin - Costas Mandylor. Var valinn einn af 50 fegurstu mannskepnum jarðar af People Magazine árið 1991.
Bat - Dante Basco.
Asher - Melvin Van Peebles. Faðir Mario Van Peebles.
Jackal - Chris Penn. Bróðir Sean Penn og lék Nice Guy Eddie í reservoir dogs (gaurinn í bláa jogginggallanum).
Ryûken - Malcolm McDowell. En það stendur hvergi utan á hylkinu…?
Arg og æ æ æ. Ég og félagi minn ætluðum okkur stóra hluti og leigðum þessa mynd undir áhrifum þess að utan á henni stóð að hún væri betri en Mortal Kombat og Street Fighter til samans.
Lygi og þvaður. MK og SF voru kannski engin stórvirki en það væri hægt að skeina sér á þessari filmu.
Myndin er byggð á mangaseríu sem kom út í Japan fyrir einhverjum hundruðum tungla síðan, sem varð árið 1984 að anime sjónvarpsseríu, sem árið 1986 var tekin saman í eina anime kvikmynd.
Ég sá nýverið animemyndina frá ‘86, og þó hún hafi ekki brotið nein blöð þá mátti hafa gaman af últraofbeldinu og hrikalega ýkta teiknistílnum sem hún byggir á. Ofbeldið er meðal annars að aðalkarakterarnir hafa einstaka killer hæfileika til að rústa gaurum með hinum sérkennilegustu aðferðum. Aðalkarakterinn Kenshiro (ken til styttingar) kýlir… eiginlega potar… í menn til dæmis af miklum krafti og springur haus þeirra þá eins og blaðra í örbylguofni. Aðalvondi karlinn aftur á móti kýlir andstæðingin og opnast þá sár við úlnlið, olnboga bætur og fleiri slíkum stöðum sem spreyja blóðtaumum af miklum krafti út um allar trissur. í báðum tilvikum flæðir blóðið í lítravís.
Teikningarnar eru þannig að lappir flestra eru tvöfalt til þrefalt lengri en búkar þeirra. Vondu karlarnir sem Ken þarf að slást við eru yfirleitt risar að stærð, og þá meina ég risar. Svona 8 metra háir bastarðar!
Síðan eru karakterar myndarinnar últrakúl að sjálfsöðgu, brosa aldrei og segja ekkert nema það sé úbersvalt.
Plottið?
Kjarnorkustyrjöld hefur breytt veröldinni í sama sem vatnslausa eyðimörk sem einhver hefur stolið út úr Mad Max heiminum. Tvær fylkingar, North Star krúið með leiðtoga sinn Fist of The North Star og South Cross með leiðtogann … eh… The Leader of the South Cross (minnir mig) eru stríðandi fylkingar. Leiðtogar fylkinganna eru bræðurnir Kenshiro annars vegar (North Star) og Shin hins vegar (South Cross). Þeir eru báðir synir Ryuken. Myndin og animeið eru soldið mismunandi í túlkun sinni en beisik plottið er samt að Shin lamdi bróður sinn í spað og skít, stal stelpunni hans henni Juliu og Kenshiro verður “Gaur sem Eigrar Um Eyðimörkina”. Síðan uppgötvar hann hlutverk sitt og fer og lemur alla í spað.
Hvernig á að koma þessu til skila? Ekki eins og í “Real Life Manga Action” myndinni Fist of the North Star. Gary Daniels (Kenshiro) er ábyggilega sá allélegasti leikari sem ég hef séð, nokkurn tíma. Og ég hef séð þá marga. Það er eins og einhver hafi tekið kústskaft vafið gaddavír og troðið upp í rassgatið á honum og hann þori þessvegna ekki að ganga nema strunsandi eins og asni. Þegar hann eigrar um eyðimörkina er hann vafinn í einhverskonar handklæði með hettu. Það er bleikt.
Kærastan hans Julia er leikin af Isako Washio og hefur hún aldrei leikið á ensku áður. Hún er gullfalleg stelpan, getur ekki leikið fyrir skít og er ábyggilega að lesa hverja einustu línu af dömmíspjaldi.
Vondi karlinn Lord Shin er leikinn af Costas Mandylor, einum fegursta manni alheimsins árið 1991 (skv. people mag). Þessi mynd er gerð ’95 og ætti maðurinn því að hafa þroskast eins og gott vín, er það ekki? Lord Shin verður í höndum Mandylor að einhverskonar gay sokkabuxnabjána með mullet sem valhoppar út um allt. Vantar mikið upp á vondukarla elementið. Eins og væminn Legolas með vöðva.
Ekki má gleyma Comedy Relief fíflinu honum Bat sem liggur við að sé meira óþolandi en “No Time For Love Doktor Jones!” Strákurinn í Temple of Doom! ARG!
Deyðu deyðu Dante Basco!
Ég leigði þessa mynd í von um góða slagsmálamynd og því ekki úr vegi að tala aðeins um bardagana. Gary Daniels er ansi lunkinn í rándhás sparkinu sínu og nýtir sér það óspart. Jafnvel svo að hann geri ekkert annað. Mesta aðhlátursefnið hlýtur þó að vera þegar Mulletræfillinn gerir “Head Explódí” þingíið sitt, lemur hann þá eins hratt og hann getur í maga andstæðingsins á meðan hann vælir eins og köttur með sinnep í rassgatinu, snýr sér síðan við og segir ýkt misteríöss “You are already dead!”.
Costas Mandylor kann ekkert að slást. Punktur.
Æ, ætti ég að eyða fleiri orðum í þetta sorp?
Já! Það eru nefnilega tveir góðir leikarar í myndinni!
Chris Penn leikur nefnlega íllan Henchmann með leðurbelti um hausinn, og á tvímælalaust besta leik allra í myndinni. Maður iðar í sætinu í eftirvæntingu eftir að hann nái að slátra helvítinu honum Gary Daniels eða geri eitthvað hræðilegt við helvítið hana Juliu í hundleiðinlegum eltingaleik þeirra. “Kenshiro, helpseh me now plizzz?”.
Malcolm McDowell birtist síðan í einhverjar 5 mínútur í byrjun myndarinnar. Fer með intro díalóg og er síðan skotinn í hausinn af Costas Mandylor. Þvílík smán. Þess er hvergi getið á hylkinu og ekki fyrr en í lok opening introsins að McDowell leiki í myndinni. Hann hlýtur að vera álíka stoltur af þessu stórvirki og Caligula.
Ekki sjá þessa mynd nema þú sért haldinn sjálfseyðingarhvöt, eða sért meðlimur í einhverskonar Chris Penn aðdáendaklúbb og viljir sjá mynd þar sem hann er allra allra besti leikarinn.
Þessi mynd er krapp og fær
1.5 af tíu fyrir Chris Penn.
p.s. flest öll aukahlutverkin virðast vera í höndum WCW og WWF stjarna. uuuuuuuugh….