Já há, ég fór í gær á þessa mynd og ég sé ekki eftir því. Þetta er frekar fyndin grínmynd með Luke Wilson, Will Farell og Vince Vaughn sem leika karakterana sína mjög vel ;) [afaskið mig enn ég man ekki nöfnin á persónunum nema að Will Farell hét Frank]

Myndin hefst á því að Luke kemur heim aðeins fyrr enn hann átti og böstar kærustu sína við að halda framhjá sér. Hann hættir með henni og flytur í sitt eigið hús á háskólalóðinni þar sem hann endar með stórt partý og loks bræðralagi, sem vinir hans skipuleggja. Enn ekki er allt sem sýnist og reynir deildarforingi skólans, sem er einhver gaur sem þeir voru vanir að berja og svona, reynir að henda þeim út úr húsinu sínu. Þá fyrst byrjar allt fjörið. Þessi mynd er must fyrir fólk sem hefur gaman að gríni.

Karakteranir í myndini eru frekar raunverulegir enn þar er t.d. Will sem er svona góður gaur sem verður að algjöru partý dýri eftir mikið áfengi. Luke er svona gaurinn sem er í ástarsorgi og er að reyna við stelpu sem hann hefur verið soldið hrifin af síðan í menntaskóla og loks Vince sem er svona gaurinn með peninga og alls ekki feiminn.

Þetta er bara svona flipp mynd sem á að vera fyndin, enn eingin svona “And the Oscar goes to” mynd. Enn endilega tjékkið á þessari mynd.

Einkunargjöf
Góðir leikarar og frekar raunveruleg.

***1,2/*****
kv. Sikker