Nýjasta hugarsmíð breska leikstjórans Danny Boyle er furðuleg og sjokkerandi kvikmynd sem ber nafnið 28 days later. Danny Boyle er maðurinn sem færði okkur myndir eins og Trainspotting, Shallow Grave og The Beach. Sú síðasta, the Beach var nú samt vonbrigði miðað við Trainspotting sem var fullkomin kvikmynd.
Myndin
Myndin fjallar um mann sem vaknar á sjúkrahúsi eftir að hafa legið í dái í 28 daga. Á þessum 28 dögum hefur veröldin tekið stakkaskiptum, undarlegur vírus hefur sýkt vel flesta á plánetunni og nokkrir eftirlifendur berjast eins og þeir geta við hina sýktu,sem vilja eftir fremsta megni dreifa sjókdómnum ennþá meir.
Helstu leikarar eru: Brendan Gleeson(the General,MI:2,A.I og Gangs og New York), Christopher Eccleston (The Others,Gone in Sixty Seconds og Elizabeth), Cillian Murphy ,Naomie Harris og Megan Burns. Þessi þrjú síðustu fara með aðalhlutverkin í myndinni og finnst mér þá hin unga Megan Burns standa sig með prýði.
DISKURINN
Myndin er gefin út í miðlungsgóðri útgáfu frá 20th century fox, og inniheldur bæði myndina og aukaefni á einum disk.
HLJÓÐ
Venjulegar hljóðrásir eru til staðar, 2.0 commentary með leikstjóranum Danny Boyle og Alex Garland(sá sem skrifaði handritið) og síðan traditional 5.1 Dolby Digital. 5.1 hljóðrásin er fín, góður balans í samræðuatriðunum og öskrin í þeim sýktu skila sér ágætlega. Það hefði mátt gera betri vinnu í aðal skotbardagunum og eru bak-hátalarnir eru kannski ekki alveg að njóta sín til fulls í því atriði.
MYND
Myndin var ekki tekin upp á hefðbundna filmu heldur var hún tekin upp með stafrænum myndavélum (DV) og gefur það myndinni sérstakt yfirbragð. Kvikmyndatökumaðurinn er Anthony Dod Mantle sem hefur kannski tekið upp of mikið af Dogma myndum gegnum tíðina, en honum tókst samt að búa til nokkur áhugaverð skot. Myndatakan er hröð og áhugaverð. Var ég þó sérstaklega hrifinn af London atriðinu í byrjun þar myndatakan er undursamleg. Þeir hefðu nú samt mátt taka hanu upp á filmu en myndin kemur ágætlega út fyrir það. Myndin kemur í 1.85:1 formatti sem er alveg hræðilegt aspect ratio.
AUKAEFNI
Fyrst ber að nefna heimildarmynd um gerð myndarinnar(25 mín) þar sem líka er fjallað lítilega sem sjúkdómsvaldandi veirur. Helstu fítusar myndarinnar eru útskýrðir og það hæfilega mikið miðað við lengd heimildamyndarinnar. Að mínu mati hefði verið sniðugt að setja inn sér þátt um vírusa og áhrif þeirra á menn.(Til dæmist þættinna sem voru sýndir á Stöð 1 fyrir tveimur árum). En maður geur ekki fengið allt. Það eru 7 eydd atriði til boða(það stendur 8 á hulstrinu) og getur maður valið um að horfa á þau með commentary frá Alex Garland(writer) og Danny Boyle. Það sem vantar þarna er “play all” takki. Ein af þessum senum er í rauninni alternate ending. Síðan er að auki annar alternate ending(með eða án commentary). Síðan er annar alternate ending sem er í rauninni ekki öðruvísi endir heldur öðruvísi framvinda myndarinnar. Þar lesa Alex Garland og Danny Boyle inn á storyboards og þá kemur í ljós öðruvísi þróun myndarinnar.Þetta tekur 12 mín. Aðrir áhugaverðir fítusar á þessum disk er tvö myndagallerí sem Danny Boyle talar inná,frekar langdregið samt. Þarna er líka að finna teknó-tónlistarmyndband(með Jacknife Lee), teaser trailer og theatrical trailer. Á disknum eru líka animated storyboards sem voru tekin af heimasíðu myndarinnar. Það er hægt að velja um þrjá mismunandi texta, enskan ,sænskan(?) og síðan skemmtileg nýjung, textað commentary fyrir heyrnalausa. Það sem vantar bara er auðvitað “audio descriptive track” fyrir þá sem sjá illa(eins og var á Road to Perdition(R1)).
Í lokin, þetta er fínn DVD-diskur og er myndin sjálf stórkostleg skemmtun og virkilega áhugaverð. Ég gef disknum 7.0 í einkunn.
KURSK