En það sem ég ætlaði að fjalla um var DVD diskurinn. Myndin er í Widescreen og með bestu mynd og hljóðgæði sem völ er á. Aukaefnið er nú ekki af rýrari kantinum því hér er að finna 50 mínútna langa, mjög fróðlega og skemmtilega,heimildarmynd um gerð myndarinnar, fundi sem haldnir voru áður en tökur hófust, “storyboards” og nokkurra mínútna langar myndir um leit tökuliðs að réttum stöðum til að taka myndina. Einnig er að finna “trailera” fyrir allar 3 Jurassic Park myndirnar, upplýsingar um allar þær risaeðlur sem sjást í myndinni og margt margt fleira.
Þetta er mynd sem er “must have” fyrir alla sem elska góðar tæknibrellur, spennumyndir, nú eða bara þá sem vilja bæta einum góðum disk í safnið. Að mínu mati ein skemmtilegasta mynd sem ég hef séð.
“Xerxes! DIE!!!” - King Leonidas(300)