Misery
Stephen King kann að gera góðar sögur og hefur gert það yfir 100 sinnum. En það er ekki nógu gott að hafa góða sögu það þarf að hafa hæfileika ríkan kvikmyndagerðarmann til að taka söguna og breita henni í kvikmynd. Því miður heppnast það að taka frábæra Stephen King sögu og gera að frábærri kvikmynd sjaldan. Útaf þessu er svo ánægjulegt að sjá myndir eins og The Shawshank Redemption, The Green Mile og Misery. Þetta eru myndirnar sem hafa heppnast best. Misery fjallar um Paul Sheldon, rithöfund sem vill fá meiri viðurkenningu fyrir verk sín. Hann hefur bara skrifað rómantískar sögur um konu sem heitir Misery, hann hefur fengið nóg af henni og í ný útkomnu bókinni hans deyr hún. Hann hefur ekki gert ráð fyrir hvaða afleiðingar það hefði í för með sér. Nýjasta bókin hans, sem hann klárar í byrjun kvikmyndarinnar, heitir ‘Untitled’ hún er ekki um Misery, það voru líka mistök. Þegar hann hefur klárað bókina fær hann sér eina sígarettu, hann hætti að reyka en fær sér alltaf eina þegar hann hefur klárað bók og glass af kampavíninu Dome Pear-igg-non. Eftir að hann hefur reykt og drukkið fer hann í bílinn sinn og stefnir heim. Hann veit ekki að það er stormum á leiðinni og þegar hann er komin aðeins á leið lendir hann í honum og keyrir bílinn útaf veginum, klessir á tré og missir meðvitund. Hann vaknar upp hjá Annie Wilkes. Hún heldur mikið uppá hann, hún á allar bækurnar og hefur lesið þær allar oft og mörgu sinnum. Hún hefur sérstakt dálæti á Misery bókunum og býður spennt eftir að lesa nýustu bókina sem hún ætlar að kaupa strax og hún kemur í búðir. Annie heldur líka mikið uppá Liberace og tónlist eftir hann er spiluð út myndina. En Annie er ekki bara mikill aðdáandi. Hún er hjúkka, sem kemur sér vél fyrir Paul því að allir vegir eru lokaðir og það er engin leið að koma honum á sjúkrahús, eða svo segir hún.Í hverri mínutu sem Annie er á skjánum komust við af einhverju um hana. Hún er ekki alveg heil í hausnum og Paul kemst að því, með miklum kvölum. Myndin er frábærlega leikinn, James Caan (The Godfather) leikur Paul Sheldon mjög vel en það sem sker algerlega uppúr er Kathy Bates (Primary Colors). Kathy sýnir geðveiki Annie af algerri snilld, hún nær að vera góð og róleg í einni senu en getur breyst í algert skrímsli í næstu. Hún fékk óskarinn fyrir þetta hlutverk og vann þar Anjelica Huston, Julia Roberts, Joanne Woodward og Meryl Streep. Hún átti það líka skilið. Rob Reiner leikstýrir myndinni mjög vel. Hann hafði áður gert margar frábærar myndir meðal annara This is Spinal Tap, The Princess Bride, When Harry Met Sally og Stand By Me sem var líka vel heppnuð Stephen King kvikmynd. Handritið eftir William Goldman (Butch Cassidy and the Sundance Kid) er alveg magnað með mörgum af minnistæðustu línum úr sögukvikmyndanna, flestar auðvitað sagðar af Annie. Það má nefna að lagið sem er spilað í enda nafnalistanum er I'll Be Seeing You með Liberace en hann söng það alltaf í endanum á þáttunum sínum og skemmtunum