Ég hef verið að fylgjast þónokkuð með framvinduna á BMW stuttmyndaseríunni í gegnum breska DVD síðu. Og loksins gefa BMW menn út frían DVD disk með stuttmyndunum frá báðum seríunum.
Þetta var hugmynd frá David Fincher að hafa einhver driver sem þarf að keyra á BMW bíl og einhver saga í kringum það.
Margir frægir leikarar og leikstjórar ljá hæfileika sína í þessum stuttmyndum og ég get ekki beðið eftir að sjá þessar stuttmyndir.
Og ef þið viljið nálgast þessar stuttmyndir á DVD myndir, þá þurfið þið að vera með kredit kort og borga aðeins flutningskostnaðinn sem er ca. 700 kall. Diskurinn kostar ekkert, þetta er bara ein stór auglýsing fyrir BMW.

Þið getið séð upplýsingar um þetta á:

http://www.dvdtimes.co.uk/index.cgi?page=News&id= 4481

http://intl.bmwfilms.com/clap.asptemplate=index &country=international&film=&start=Y
Abstract expressionism is so mid-to-late eighties.