Abby (Francis McDormand) er orðin leið á eiginmanni sínum
og bareigandanum Julian (Dan Hedya) og heldur framhjá
honum með Ray, sem vinnur á barnum hans. Julian kemst
fljótt að þessu og ræður einkaspæjarann Loren Visser (M.
Emmet Walsh) til að drepa þau. En svo virðist sem Visser hafi
stærri áætlanir í huga sem leiða fram flókin vef af svikum,
morðum og óþægilegum afleiðingum.
Blood Simple er fyrsta kvikmynd Coen bræðrana, en þetta er
einnig fyrsta kvikmyndin sem Francis McDormand leikur í og
fyrsta myndin sem snillingurinn Carter Burwell sér um
tónlistarsmið, en þessi litli hópur er þekktur fyrir að vinna
mikið saman. Coen bræður hafa gert margar góðar
kvikmyndir í gegnum tíman og er þessi án vafa í þeim hópi.
Blood Simple sló í gegn hjá gagnrýnendum og áhorfendum
og hefur hún hlotið sinn skerf af verðlaunum. Allir hér sem eru
aðdáendur bræðrana en hafa ekki séð Blood Simple ættu án
vafa að sjá hana, þessi mynd gerði mig að ströngum
aðdáenda þeirra.