Sælir Hugar ég veit að þetta er c/p grein af Mbl.is en þar sem ekki allir lesa Moggann þá langaði mig að senda þetta.
Bandaríska afþreyingarfyrirtækið Walt Disney ætlar að hefja dreifingu á DVD-diskum sem duga einungis í tvo daga, en að þeim tíma liðnum verður ekki hægt að spila þá framar. Um er að ræða áætlun Buena Vista Home Entertainment, sem er eining innan Walt Disney, sem gerir fyrirtækinu kleift að “leigja” kvikmyndir á DVD til notenda hvar sem er í heiminum án þess að þurfa að fá diskana til baka. Stefnt er að því að dreifa diskunum í ágúst.
Buena Vista Home Entertainment byggir leigustarfsemi sína á tækni þar sem diskarnir breyta um lit. Upphaflega eru þeir rauðir en þegar þeir eru teknir úr úr lofttæmdum umbúðum verður ysta lag þeirra svart. Þá er hægt að spila þá í tvo daga en að lokum nema geislar DVD-spilara þá ekki lengur. Walt Disney segir að þeir sem vilji horfa lengur á diskana sé ómögulegt að gera slíkt því búnaðurinn sem lokar disknum hefur ekkert með tölvutækni að gera.
Hins vegar er hægt að taka leigudiskinn upp innan 48 klukkustunda því þá virkar eins og hver annar DVD-diskur, að sögn Reuters. Ekki liggur fyrir hvað notendur þurfa að greiða fyrir leigudiskana þegar þeir koma á markað í ágúst.
En nú vekur þetta upp smá spurningar hjá mér:
Borgar það sig að leigja þetta út ? er þá að meina hvort ekki leggst tollur og önnur gjöld ofan á.
Og því að hafa þetta svona þegar maður getur gert afrit af þessu og þá virkar þetta sem venjulegur DVD en þetta kemur á markað í haust og það verður gaman að sjá :)
Frekar ætti að hafa þetta þannig að EKKI væri hægt að afrita hann en ætli það verði ekki brotið upp líka