SPOILER SPOILER SPOILER SPOILER









Okey, nánast alltaf þegar fólk segir að einhver mynd hafi verið leiðinleg án þess að gefa neina betri skýringu þá er oftast ástæðan að þetta fólk bara skildi ekki myndina. Ég man t.d. eftir að hafa fundist sum fög í skóla ansi leiðinleg, oftast af því að ég skildi þau ekki :P
Mér finnst myndir sem maður er enn að hugsa um í marga daga eftir að hafa séð hana vera þær bestu.

Er raunveruleikaheimurinn eldri útgáfa af Matrix?
Þetta er góð spurning. Ef svo er að The One hefur alltaf fengið að búa til nýtt Zion, afhverju hefur hann þá ekki látið þær upplýsingar ganga til þeirra sem stofna með honum nýtt Zion að þeir séu í raun undir stjórn vélanna og að vélarnar séu að leyfa þeim að lifa þar. Ef það hefur gerst 5 sinnum áður ættu þá ekki allir að búast við þessu ferli?

Margir tala um atriðið með arkitektinum og allar pælingar á bakvið það en ég er forvitinn að vita hvaða skilning fólk fékk útúr samtölum Neo við formann ráðsins þegar þeir gátu hvorugir sofið. Þegar þeir voru að tala um vélarnar sem knúa Zion. Það var eins og að gamli kallinn hafi vitað að þeir væru undir stjórn vélanna en ekki Neo, kannski hefur einhver sagt gamla kallinum frá plottinu en en hefur ákveðið að segja ekki öðrum svo að fólk mundi ekki “fríka út”. Slíkt er ekki óalgengt hjá stjórnvöldum til að fólk haldi ró sinni. Það kemur t.d. fram í myndinni þegar ráðið er að tala um að þeir vilji ekki að fólk verði hrætt og því bíða þeir fram á síðustu stundu með að segja að vélarnar séu að bora sig niður.

Margir vilja meina að raunveruleikinn geti ekki verið annað Matrix því þá geti Neo séð kóðann. Fyrir mér hljómar það nokkuð rétt og því held ég að það geti ekki verið að hann sjái síður í gegnum eldra Matrix kerfi heldur en það nýrra. En fólk sem hefur verið frelsað veit að það hefur aldrei notað augun sín og önnur skynfæri í alvörunni og er því farið að vantreysta innsæi sínu og þar af leiðandi er það ekki næmt fyrir því hvort það sé í öðrum óraunveruleika eða ekki. Rétt eins og að maður sem fæðist blindur þekkir ekkert annað en sjónlausan heim.

Í senunni þar sem Neo stoppaði vélarnar þá sagði hann að eitthvað væri að, að hann gæti fundið fyrir vélunum. Það sannar að hann hefur einhverja næmni sem hinir hafa ekki. En hvað ef Arkitektinn sé að passa uppá að The One, sem vélarnar velja sjálfar verði ekki skaddaður ásamt fólkinu sem hann á að búa til nýtt Zion með. Kannski fékk hann þessa næmni frá honum?