Jæja, var að koma af tvöfaldri sýningu af The Matrix og The Matrix Reloaded.
Ég hef vísvitandi forðast allar ýtarlegar umfjallanir um myndina og það eina sem ég vissi með vissu var að gangrýnendur voru ekki sammála um myndina, einhverjum fannst hún góð en margir urðu fyrir vonbrigðum. Það sem ég mun fjalla um er ýtarefni um myndina og er ekki ætlað fyrir augu þeirra sem ekki hafa séð myndina og verður þessi grein þeim ekki að neinu gagni þannig að ég mæli með að þeir sem eiga eftir að kíkja á hana geymi þennan lestur (og lestur svara) þangað til eftir áhorf…
þannig að !!!FEITT SPOILER ALERT FYRIR ALLA GREININA OG ÖLL MEÐFYLGJANDI SVÖR!!!
Jæja, þá er það komið á hreint.
Hvernig fannst mér þessi mynd? Annaðhvort er þetta partur af einni bestu kvikmyndasyrpu sem sést hefur EÐA ein mestu vonbrigði sem ég hef orðið fyrir, það stendur allt og fellur með Revolutions.
Fyrsta tilfinningin sem ég fann þegar ég gekk út voru vonbrigði, ég hafði lækkað væntingar mínar umtalsvert en ég var samt ekki sáttur. Til að byrja með var öll Zion senan eins og hún lagði sig fullkomlega misheppnuð í mínum hug, þetta var einhverskonar samansull af Postman og Time Machine og ræða Morpheusar var alveg skelfileg!
Sem betur fer skánaði myndin umtalsvert þegar komið var aftur inn í Matrixið og fannst mér hasarinn oft á tíðum svo ótrúlegur að ég sagði meira að segja “vá!” upphátt á einum stað í stóra Agent Smith bardaganum. Mér fannst þó vanta upp á slagsmálin. Útkoman var aldrei í neinum vafa á neinum stað og er Neo fullkomlega ósnertanlegur, nokkurskonar teknó messías. Það vatnaði líka þyngdaraflið í þessi bardagaatriði. Ég veit að þetta lið er að brjóta þær reglur þar sem þau eru að vinna fyrir utan kerfið en höggin höfðu ekki einusinni áhrif, maður sagði aldrei “ái” þegar högg lenti. það dróg aðeins úr dramatíkinni.
Jæja, þar sem ég er orðinn þreyttur ætla ég að koma mér beint að því hvernig ég tólkaði þessa mynd í heild sinni (mun líklega koma með ýtarlegri útskýringar á morgun…
A: Margt af því sem gerðist í kringum fund Neo við arkítektinn var mjög, mjög áhugavert og margtúlkanlegt þannig að ég ætla að koma með mína útgáfu.
Titill myndarinnar segir mikið um mína túlkun, Matrixið endurhlaðið og finnst mér það vera rauði þráðurinn því meira sem ég pæli í því. Arkítektinn talar um að mannveran hafi hafnað fyrsta Matrixinu því að það var of fullkomið, fólkið keypti ekki þennan draumaheim. Þannig að nýtt var byggt ofan á það og samkvæmt þessu er Matrixið sem er í gangi núna útgáfa 5 eða 6, man það ekki alveg.
Það sem arkítektinn sagði er að Matrixið væri kerfi sem virkaði eins og systematísk lúppa. Uppbygging, niðurrif, uppbygging, niðurrif og alltaf verður kerfið fullkomnara og fullkomnara. Og hann sagði að með hverri útgáfu sé einn útvalinn (The One) og samkvæmt honum hefur hann þann tilgan að sjá um þessa uppbyggingu.
Ok, lítum til baka á það sem Agent Smith sagði Morpehusi í fyrstu matrix myndinni. Fyrsta Matrixið sem var byggt var draumaheimur fólksins, en fólkið keypti þetta ekki og “heilu uppskerurnar töpuðust”. Það var ekkert frekar rökstutt eftir það hvernig allt fólkið dó eða hverjar afleiðingarnar urðu.
Það sem myndin gaf í skyn undir endann var að það væri Matrix sem væri að vinna í kringum það Matrix sem við þekkjum fyrir, að Zion og allur þessi heimur sem við höfum talið raunverulegan í gegnum myndrinar sé bara einn annar Matrix heimur. Það er eina rökrétta útsk´ryning á því að í fyrsta lagi hvernig Neo geti stoppað sentinelanna, í öðru lagi hvernig Agent SMith tekst að taka sér bólfestu í “raunverulega” heiminum og í þriðja lagi segir arkítektinn að Zion hafi verið lög í rúst 5 eða 6 sinnum áður sem gefur til kynna að Zion sé partur af tölvukerfi en ekki tilfinnanlegum veruleika. Þetta er tölfukerfi á eylífri lúppu sem er að finna leiðir til að endurbæta sig, og ég held að “Reloaded” gerist á þeim tímapunkti sem kerfið er að færa sig úr núverandi útgáfu yfir í næstu útgáfu, og að það muni gerast hvort sem Neo vill það eða ekki.
Arkítektinn gaf Neó val. Annaðhvort að endurskipuleggja Matrixið upp á nýtt eða hætta á að öllu mannkyninu yrði eytt´, bæði í Zion sem annarstaðar. Og Arkítektinn virstist sætta sig að vissu marki við báða kosti. Ég túlkaði þessa kosti svona:
1: Neó tekur vinstri hurðina, velur þessa undurskipulagningafulltrúa sem talað er um og í framhaldi af því eru núverandi íbúar Matrixins færðir yfir í nýju útgáfuna með einhverskonar frelsun eða eitthvað þannig. Þar sem Neó mundi verða þeirra messías og björguður sem færði þá yfir í betri tíma og what not.
2: Neó tekur hægri dyrnar (sem hann gerði) og hættir á það að öllu mannkyni verði eytt. Það sem gerist þá að núverandi uppskera af mannfólki hafnar Matrixinu sem er strax byrjað að gerast með aukinni “frelsun” úr því. Þar af leiðandi útrýma vélarnar núverandi uppskeru og byrja upp á nýtt með nýtt fólk í nýrri útgáfu af kerfinu. Heimurinn ferst og rís á nýju hreinn upp úr sænum eins og í völuspá.
Allt er þetta smávægilegur höfuðverkur fyrir vélarnar, mannfólkið eru ennþá brúður á valdi þeirra.
Það sem Arkítektinn virðist hinsvegar ekki hafa ´gert sér grein fyrir og virðist óttast er að hinn eini (Neó) virðist hafa þróast með kerfinu, hann virðist bæta sig með hverri útgáfunni líka og í endanum á Reloaded er hann orðinn það öflugur að hann er kominn með máttinn til að sigra sjálfann arkítektinn. Ég fæ það út þannig að hann virðist hafa tekið með sér það afl sem hann átti fyrir í gamla matrixinu yfir í hið nýja og ef hann getur haft áhrif á öll kerfin sem vinna þar inni eins og hann stoppaði sentínelana þá getur hann kollvarpað þeim kerfum og þar með stoppað eyðleggingu Zion og þar með afvegleitt þessa lúppu og mótað þetta ytra matrix eftir sinni hentisemi, mér mundi finnast það lógíkst framhald að Neó gæti ferðast á milli Matrixa í Revolutions, án þess að nota þann búnað sem hann þurfti fyrr og brjóta þar með allar reglur sem vélarnar og kerfið hefur sett í kringum hann.
Síðasta vígi Arktítektsins er þá Agent Smith sem einnig hefur yfirstigið reglur ekrfins og ferðast á milli, hann einn virðist hafa afl á við Neó og mun hann verða síðasta vígið á undan móðurtölvunni sjálfri.
Þetta er lausleg túlkun mín á myndinni eins og ég sá hana, Það vantar heilmikið upp á sem ég á eftir að fylla inn í og mun gera á morgun ef vit leifir, það getur vel verið að EKKERT af þessu standist, það stendur allt og fellur með Revolutions en ef að þetta er staðreyndin þá er Reloaded þess mun betri kvikmynd en sem mynd sem stendur ein og sér er hún ekki það góð…en endilega komið með ykkar eigin túlkanir og hvaðeina.
En ég er farinn að sofa, góða nótt