In the company of men fjallar um tvo vini hinn miskunarlausa
og illræmda Chad (Aaron Eckhart, hefur leikið í flestum Neil
LaBute myndum) og aumingjalega samt góðhjartaða Howard
(Matt Malloy, flestum Hal Hartley myndum) sem lenda báðir í
því að verða sparkaðir af kærustum sínum. Í biturleika sínum
stingur Chad upp á leið fyrir þá til að hefna sín á “illa”
fyrirbærinu konur. Þeir áætla að finna ungan saklausan
kvennmann, bjóða henni báðir út (í sitthvoru lagi), láta hana
verða hrifin á báðum, hefja alvarlegt samband með henni og
svo láta sem að þeir hafi uppgötvað framhjáhald hennar og
rífa hjartað hennar í sundur (óbókstaflega) með því að hella
yfir hana sektarkennd . Þeir finna hina heyrnalausu Christine
og hefja verkefnið en með tíma verður Howard ástfanginn af
henni og vill hætta við þetta skaðræðis verk en Chad er því
miður síður en svo tilbúinn að gefast upp.
Hinn léttsérvitri leikstjóri Neil LaBute sendi frá sér þetta
frumverk sitt árið 1997 en hann hefur meðal annars leikstýrt
myndum á borð við Possession og Nurse Betty. In the
Company of Men hefur hlotið verðlaunir eins og Sundance og
Deauville, Rottentomatos gaf 96% fresh en IMDb 7.3.
Persónulega þykir mér þessa sorglega mynd vera meðal
bestu myndum sem ég hef séð og mæli ég að sjálfsögðu
með því að þið leigð hana.
Örlítið af upplýsingum frá IMDb og Rottentomatos.