Laurence Fishburne Laurence Fishburne fæddist árið 1961 í bænum Augusta í Georgíufylki. Foreldrar hans skildu og hann var alinn upp af móður sinni í Brooklyn í New York. Hann þótti viðkvæmur ungur maður og hafði mikla náttúruhæfileika í leiklist. Móðir hans hvatti hann til að taka leiklist sér fyrir hendur. Hann sótti um út um allt í New York og fór í fjöldann allan af prufum. Hann fékk sitt fyrsta atvinnuhlutverk í leikhúsi aðeins 10 ára gamall. Tveimur árum síðar fékk hann sitt fyrsta kvikmyndahlutverk. Það var í mynd sem hét Cornbread,Earl and Me(1975). Tímamót urðu í lífi Laurence þegar hann laug um aldur sinn til að fá hlutverk í stórvirki Francis Ford Coppola, Apocalypse Now. Hann fékk lítið hlutverk, sem ung skytta hjá sjóhernum. Á tökustað fyrir Apocalypse Now á Fillipseyjum mætti segja að Laurence hafi glatað æsku sinni. Það var mikið um vandræði við tökur á myndinni og tökurnar stóðu yfir í næstum 2 ár. Laurene var aðeins 15 ára þegar hann fór á tökustað og hann sneri aftur 17 ára ungur maður sem var lífreynslunni ríkari. Sú reynsla fól í sér að hann hékk með eldri leikurum og varð vitni að ansi skrautlegum atburðum. Það var ekkert leyndarmál að leikararnir drukku og dópuðu ansi mikið á þessum rúmlegu tveimur árum. Laurence hefur sagt í viðtölum að þessi upplifun hafi haft mikil áhrif á sig.

Eftir Apocalypse Now ævintýrið hélt Laurence ótrauður áfram og tók að sér fjöldann allan af aukahlutverkum í kvikmyndum og sjónvarpsmyndum. Meðal annars lék hann í fleiri myndum eftir Coppola eins og Rumble Fish(1983) og The Cotton Club(1984). Í flótta frá alvarlegum hlutverkum tók Fishburne að sér að koma einstaka sinnum fram í sjónvarpsþáttunum um Pee Wee Herman, sem hétu Pee Wee´s Playhouse. Þar kom hann fram sem Cowboy Curtis sem var vinalegur kúreki. Seinna kom Pee Wee kvikmynd sem Tim Burton gerði en þar var Cowboy Curtis ekki inn í myndinni. Í byrjun tíunda áratugarins var Laurence orðinn þreyttur á stereótýpunum sem einkenndu fyrri hluta ferils hans. Hann tók að sér að leika geðveikan leigumorðingja á móti Christopher Walken í mynd Abel Ferrara, King Of New York(1990). Hann fór á kostum, að mínu mati, sem Furious Styles í Boyz in the Hood(1991). Þar sem hann lék lífslærða föðurímynd Cuba Gooding Jr. sem reynir að halda syni sínum frá glæpum götunnar. Árið eftir lék hann í Deep Cover á móti Jeff Goldblum í mynd um svartan lögreglumann sem er ráðinn í sérstaka löggæslusveit sem einblínir á eiturlyfjasölu. Þar heldur hann ágætismynd algjörlega uppi með yfirvegun og fagmennsku.

Það hefðu fáir geta leikið Ike Turner jafnvel og Laurence gerði í myndinni What´s Love Got To Do With It(1993). Þar fór hann á kostum sem hinn vægðarlausi og drykkfelldi eiginmaður Tinu Turner, Ike Turner. Laurence var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir hlutverkið en vann því miður ekki. Sama ár lék hann lítið hlutverk í myndinni Searching For Bobby Fischer, þar sem hann lék taflsnilling sem teflir fyrir peninga í almenningsgörðum. Árið 1995 lék Fishburne aftur fyrir leikstjóra Boyz in the Hood, John Singleton. Að þessu sinni var það myndin Higher Learning þar sem Laurence fór með hlutverk prófessors frá Jamaica. Það var kannski ekki eins mikill kraftur í þessari mynd og Boyz en samt sem áður nokkuð mikill kraftur. Sama ár lék hann í slappri mynd sem hét Bad Company og fór með hlutverk Othello í ágætis útgáfu af Shakespeare-verkinu. Einnig kláraði hann árið með því að leika í mjög svo vanmetinni mynd sem heitir Just Cause á móti Sean Connery. Þar leikur hann lögreglustjórann Tanny Brown í smábæ í Flórídafylki. Laurence er fullkominn í þessu hlutverki sem miskunarlaus og harðgerður lögreglustjóri og Sean Connery skilar sínu einnig. Mæli með því að fólk sjá þessa þó helst til að sjá Ed Harris leika geðveikislegan fjöldamorðingja. Hann lék ári seinna í frekar slappri spennumynd, á móti Stephen Baldwin, sem hét Fled.

Árið 1997 lék Fishburne í tveimur kvikmyndum. Sú fyrri var geimhrollvekjan Event Horizon, sem var nokkuð óhugnarleg sci-fi mynd. Hefði samt getað orðið jafn óhugnarleg og Alien á sínum tíma ef betur hefði verið haldið um myndina og handritið aðeins bætt. Myndin dettur svolítið niður í seinni hlutanum og verður asnaleg en hugmyndin er creepy og maður varð nokkuð hræddur á henni í bíó en ekki jafn hræddur þegar maður sá hana á video. Seinni myndin var Hoodlum sem er svona blanda af New Jack City og The Untouchables. Hún fjallar um svartar glæpaklíkur í Harlem á fjórða áratugnum sem berjast um umráðasvæði við ítölsku og írsku klíkurnar. Áður en Laurence lék í The Matrix lék hann í ágætis sjónvarpsmynd sem hét Always Outnumbered(1998). Þar fór hann á kostum eins og svo oft áður í hlutverki Socrates Fortlow sem kallar ekki allt ömmu sína á götum stórborgar og strögglar í lífsbaráttunni.

Svo var komið að myndinni sem gerði hann endanlega að stórstjörnu, þótt hann hafði fyrir löngu verið búinn að sanna leiklistargetu sína. Honum var boðið ómissandi hlutverk læriföðursins Morpheus í The Matrix. Laurence tókst að leika Morpheus sem blöndu af Zen meistara og hasarhetju. Hann hefur alltaf haft sterka nærveru og það spilaði vel með þessu hlutverki þar sem hann leikur hálfgerða hershöfðingjatýpu. Það er rosalega erfitt að ímynda sér annan leikara í þessu hlutverki. Upphaflega var Jean Reno víst boðið hlutverkið en að lokum hreppti Laurence hnossið. Mér finnst það hafa verið rétt ákvörðun hjá Wachowskibræðrum að velja hann í þetta mikilvæga hlutverk.

Eftir The Matrix skrifaði og leikstýrði Fishburne í fyrsta sinn og hét sú mynd Once in The Life(2000). Hún fjallar um tvo hálfbræður sem eyða saman tíma í fangelsi fyrir tilviljun og skipuleggja að ræna eiturlyfjasendla eftir fangelsisvist þeirra. Sú áætlun fer forgörðum og bræðurnir lenda í heljarinnar vandræðum. Myndin var byggð á leikriti sem hann skrifaði árið 1994, sem hét Riff Raff. Röddin hans Laurence var lánuð í hálfa leikna og hálfa teiknaða mynd þeirra Farrelly-bræðra árið 2001 sem hét Osmosis Jones. Þá fór hann að vinna að framhöldum The Matrix næstu árin en tók sér þó tíma til að leika í hasarmyndinni Biker Boyz(2003) sem er ekki ennþá kominn hingað til lands. Hún fjallar um hóp af svörtum mótorhjólaköppum sem keppa löglega á daginn en ólöglega á næturna, hálfgerð Fast And The Furious með mótorhjólum. Hann er nýbúinn að leika í nýjustu mynd harðjaxlsins Clint Eastwood, sem heitir Mystic River. Hún fjallar um þrjá vini sem sameinast aftur eftir langa fjarveru þegar dóttir eins þeirra er myrt. Svo fer hann fljótlega að leikstýra annarri kvikmynd sem hann skrifaði sjálfur út frá bók eftir Paulo Coelho. Myndin mun heita The Alchemist(2004) en ég veit ekkert um hvað hún er. Alchemist þýðir gullgerðarmaður þannig að hún gæti fjallað um gullgerðamann.

Laurence notaði nafnið Larry Fishburne í flestum myndum þar til árið 1991. Hann hefur einnig notað nöfnin Laurence Fishburne III, Lawrence Fishburne III, Lawrence Fishburne. Hann er var giftur konu að nafni Hajna O. Moss frá 1985 til 199? veit ekki nákvæmlega hvenær það endaði. Þau eignuðust tvö börn, Langston(fæddur 1987) og Montana(fædd 1991). Hann er núna trúlofaður Ginu Torres(síðan 2001). Gælunafn Laurence Fishburne er einfaldlega FISH.


“For the last six months people have been coming up to me and saying, ‘I loved you in Pulp Fiction, Mr. Jackson.’” [1996] – Laurence Fishburne

-cactuz