Carrie-Anne Moss og Hugo Weaving Carrie-Anne Moss er fædd og uppalin í Vancouver, Canada. Hún fæddist 21 ágúst árið 1967 í bresku Columbiu í Vancouver. Leið hennar að frægð og frama byrjaði 11 ára því komst þá inn í Leiklistar og tónlistarskóla fyrir börn í Vancouver. Hún var í mörg ár í kór og var valinn í sérstakan leiklistarhóp sem túraði um Evrópu. Henni líkaði greinilega vel við Evrópu því hún ákvað að flytja þangað ung og reyndi fyrir sér í fyrirsætubransanum. Hún starfaði sem fyrirsæta á Spáni og seinna meir fór hún til Japan til að sinna fyrirsætustörfum. Það var hinsvegar á Spáni sem hún fékk hlutverk í sjónvarpsþætti sem hét Dark Justice. Þátturinn var tekinn upp í eitt ár á Spáni en var síðar fluttur til Los Angeles. Í Los Angeles lék hún í hinum ýmsu auglýsingum og sjónvarpsmyndum og þáttum, t.d. Baywatch, Silk Stalkings og skemmtileg tilviljun í sjónvarpsþætti sem hét The Matrix.

Næst var komið að stóra tækifærinu hennar þar sem ákvað að sækja um hlutverk Trinity í The Matrix. Hún þurfti að koma í 6 prufur áður en Wachowskibræðurnir samþykktu hana. Hún sannfærði þá um það að hún væri meira en bara sætt andlit og að hún gæti bjargað sér í slagsmálaatriðunum. Hún sagðist hafa þá þurft að fara í skjáprufur í 3 daga þar sem hún gerði ekkert annað en að hlaupa fyrir framan myndavél og reyna að gera Kung Fu atriði á myndband fyrir bræðurna. Þegar hún fékk svo loks hlutverkið fór hún ásamt Keanu,Laurence og Hugo í 6 mánaða þjálfun hjá Hong Kong liðinu hans Yuen Woo Ping, sem sá um slagsmálastjórnun í myndinni.
Á endanum gerði Moss eiginlega öll áhættuatriðin sín sjálf, jafnvel slösuð. Þegar hún var að fara að taka upp andyrisatriðið fræga, þar sem hún fer heilan hring í vírum, var hún að þjást í ökklanum og þorði ekki að segja frá því. Hún harkaði af sér í 3 daga og gat svo varla labbað eftir að þeirri senu var lokið. Eftir The Matrix fékk Carrie-Anne Moss fullt af tilboðum.

Árið 2000 lék hún í fjórum kvikmyndum og fór þar með misstór hlutverk. Hún byrjaði á því að leika í misheppnaðri gamanmynd sem hét The Crew. Þar lék hún á móti Burt Reynolds og Richard Dreyfuss í mynd um aldraða mafíuforingja. Næsta skref hennar var talsvert betra en hún lék í snilldarmyndinni Memento. Þar lék hún Natalie, sem er ein af þeim fjölmörgu persónum sem misnota greyið Leonard Shelby, sem man ekki nokkurn skapaðan hlut.Það var Moss sem sótti eftir því við Cristopher Nolan að fá Joe Pantoliano í hlutverk Teddy í Memento, en það er sami leikari og lék Cypher í The Matrix. Eftir Memento lék Moss í myndinni Red Planet á móti þeim Val Kilmer og Tom Sizemore og fleirum. Myndin þykir nokkuð mistæk en Moss þykir mér bera af ásamt Terrence Stamp í leikarahópnum. Síðasta myndin á árinu 2000 var svo Chocolat, sem ég hef ekki séð og tjái ég því mig sem minnst um hana. Eftir þetta erilsama ár 2000 var komin tími til að huga að framhöldum The Matrix og fara í þjálfun aftur. Moss er komin með eina mynd á dagskrá hjá sér eftir The Matrix Reloaded og Revolutions, það er mynd sem heitir Suspect Zero. Sú mynd fjallar um fjöldamorðingja sem drepur aðra fjöldamorðingja. Það er leikstjóri Shadow Of The Vampire, E. Elias Merhige, sem leikstýrir og hún kemur út 2004.


Hugo Weaving er einn virtasti leikari Ástralíu til margra ára. Hann fæddist í Nígeríu árið 1960 en foreldrar hans eru ástralir. Hugo euddi stórum hluta æsku sinnar í Suður-Afríku og Englandi. Þau fluttu svo aftur til Ástralíu árið 1976, þar sem Hugo kláraði grunnnám sitt í Knox Grammar School í Sydney. Hann útskrifaðist svo árið 1981 frá NIDA(National Institute of Dramatic Art). Síðan þá hefur hann unnið að ótal mörgum sjónvarpsmyndum, þáttum og leikhúsverkum. Hann vann til Áströlsku kvikmyndaverðlaunanna árið 1991 fyrir aðalhlutverk í mynd sem hét Proof. Hann var tilnefndur til sömu verðlauna þremur árum seinna fyrir hlutverk sitt sem klæðskiptingurinn Mitzi Del Bra í The Adventures of Priscilla, Queen Of The Desert. Hann vann aftur verðlaunin árið 1998 fyrir The Interview. Hann fékk verðlaun á Montreal kvikmyndahátíð fyrir sömu mynd. Hann var valinn stjarna ársins í Ástralíu árið 1998. Það er kannski þessi gífurlega athygli sem hann fékk árið 1998 sem olli því að honum var boðið hlutverk Agent Smith í The Matrix árið 1999.

Hugo segist byggja talmáta Smith svolítið á Wachowski-bræðrunum sjálfum. Þeir tala oft mjög hægt með dimmum brakandi tón og virka þeir oft eins og vélmenni í hans huga. Hann vildi því ekki tala með áströlskum hreim eða bandarískum hreim, bara hljóma eins og vélmenni að herma eftir Wachowski-bræðrum. Weaving var ekki bara svo heppinn að leika í einni stórmynd heldur var honum boðið í kjölfar The Matrix að leika álfinn Elrond í stórvirki Peter Jackson, Lord Of The Rings: The Fellowship of the Ring. Sú mynd var bara byrjun á þríleik Jackson sem byggður er á bókum J.R.R. Tolkien. Hann lék Elrond í öllum þremur myndunum í einu og ásamt því að byrja vinnu sína á The Matrix-framhöldunum. The Two Towers, sem er annar hluti Lord Of The Rings þríleiksins kom núna síðustu jól og sló í gegn og síðasti hlutinn verður sýndur næstu jól og heitir hann The Return of The King. Fyrir utan The Matrix og Hringadróttinssögu sem búið er að taka upp er Hugo byrjaður á annarri mynd sem frumsýnd verður á þessu ári. Hún heitir Peaches og er tekinn upp í Ástralíu.


-cactuz