Mér finnst mjög gaman að horfa á skrímslamyndir og kóngulóamyndir. Sumir líkja þessu áhugamáli sem einni gerð að geðveiki but who gives a fuck!! Ég ætla hér að segja frá nokkrum myndum sem mér hafa finnst skemmtilegar.

………………gæti innihaldið spoilera fyrir þá sem ekki hafa séð myndirnar…………………

Arachaphobia frá árinu 1990 og skartar Jeff Daniels, Harley Jane Kozak í aðalhlutverkum og John Goodman í snilldar aukahlutverki sem meindýraeyðir.
Læknirinn Ross Jennings flytur ásamt fjölskyldu sinni í smábæ til að byrja betra líf og stuttu seinna verða dularfull dauðsföll á íbúum þess. Margir telja að læknirinn sé sökudólgurinn en kemur þó í ljós að nasty kónguló stendur þar á bak við.
Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum og fæ ég enn hroll þegar ég horfi á hana.
Besta atriðið mitt er þegar gömlu hjónin eru dauð og kóngulóin skríður út úr nefinu á kallinum.
Skemmtilegasta persónan: John Goodman sem Delbert McClintock.
Hún fær 6,1/10 á imdb.com
Ég gef henni 5/5

American werewolf in Pars er frá ´97 og leikur Tom Everett Scott Andy sem er í ferð um Evrópu ásamt tvemur vinum sínum. Hann kynnist Serefine (Julia Delpy) sem reynist vera varúlfur, Andy er bitinn og saman reyna þau að koma í veg fyrir að nokkrir skinheadar slátri fullt af fólki (aðallega bandaríkjamönnum)
Besta atriði: þegar Amy er að flauta á skinheadana og þrýstingurinn poppar öðru auganum á henni út og þegar Vince kemur hlaupandi út úr kirkjunni með krossinn á bakinu
Skemmtilegast persónan: Vince Vieluf sem Brad (eftir að hann deyr)
imdb.com: 5,0 /10
Ég: 4/5

Lake Placid frá því merka ári 1999 og inniheldur fullt af góðum leikurum: Bill Pullman, Bridget Fonta, Oliver Platt, Brendon Gleeson og Betty White sem Mrs.Bickerman.
Enn og aftur eru það dularfull dauðsföll í smábæ við stórt og mikið vatn . Stór krókudíll reynist vera sökudólgurinn og safnast saman hópur af hinu ýmsu fólki til að rannsaka málið.
Besta atriði: Byrjunaratriðið
Besta persónan: Betty White sem Mrs.Bickerman og Oliver Platt sem Hector Cyr. Ef þið viljið eina ástæðu til að horfa á myndina þá eru það þessar tvær persónur. (æj eru þetta ekki tvær ástæður?)
Imdb.com: 5,2/10
Ég: 4,5/5

Deep blue sea líka frá 1999. Nýjasta hákarlamyndin (sem ég veit um og hef séð). Thomas Jane og Saffron Burrows leiða hópinn en á eftir koma LL.Cool J, Micheal Rapaport, Stellan Skarsgard og Samuel L.Jackson. Myndin gerist út á miðju hafi á rannsóknunarstöð. Er verið að rannsaka hákarla til að finna lækningu við Alzheimars sjúkdómnum. En doktorarnir Susan og Jim ákveða að svindla smá og stækka heilann í hákörlunum og þar af leiðandi verða þeir Bigger. Smarter. Faster. Meaner.
Besta atriðið: þegar Samuel L.Jackson er drepin. Þetta var góð ræða hjá honum, slæmt að hann var truflaður
Skemmtilegast persóana: LL.Cool J sem Preacher
Imdb.com: 5,7/10
Ég: 4/5

Deep rising frá 1998 hefur öruggleg farið framhjá flestum. Finnegan (Treat Williams) leiðir hóp af glæpamönnum að glænýju skemmtiskipi sem er á ferð úti á hafi. Þeirra áætlun er að ræna skipið. Málið vandast þegar þeir koma að skipinu og engin er um borð. Þeir finna blóð og merki um átök en engin lík. Nokkrir skipsverjar koma hins vegar í ljós þar á meðal hörkukvendið Trillian (Femka Janssen) sem reynist vera þjófur. Ástæðan fyrir mannaleysinu á skipinu kemur síðan í ljós, nokkuð langir og ógnvekjandi ormar úr undirdjúpinu. Ég héld að flestir geta giskað á afganginn.
Besta atriði: Þegar einn af glæpamönnunum fær exi í hausinn.
Skemmtilegasta persónan: Trillian, þjófur með fágun og mannasiði!
Imdb.com: 5,4/10
Ég: 3/5 Þetta er reyndar ein af verri myndunum en góð afþreying.

Eight legged freaks er nýjasta myndin og er frá árinu 2002. Munurinn á þessari mynd og Arachnaphobia er að kóngulóarnar eru stökkbreyttar og þar að leiðendum ekki jafn ógnvekjandi. David Arquette passar vel inn í hlutverk Chris McCormick sem snýr aftur í heimabæ sinn. Kóngulóarnar lýsa yfir stríði við innfædda og Chris og fógeti bæjarins Sam Parker þurfa að fást við þær.
Besta atriði: þegar kónguló hoppar á einn móturhjólastrákinn. Hann hefði átt að trúa því sem var verið að segja honum!
Skemmilegasta persónan: Daug E.Doug sem hinn tortryggni Harlan Griffith sem sér yfirvalda samsæri allsstaðar.
Imdb.com 5,8/10
Ég: 3,5/5

They nest týndist gjörsamlega á videoleigunum og kom út árið 2000. Thomas Calabro leikur lækninn Dr. Ben Cahill sem flýr borgina eftir að hafa misst tökinn í skurðstofunni. Hann fer á litla eyju í Maine og vandamálin byrja. Kakkalakkar sníkja sér far til eyjunnar í líki sem flaut upp á ströndina þar. Fólk fer að hrynja niður og íbúar bæjarins trúa ekki Cahill sem bendir á kakkalakka sem sökudólgana.
Frábær skordýramynd, er nokkuð raunveruleg og vel ógeðsleg.
Besta atriðið: Krufningin á baksvæði matvörubúðarinnar
Skemmtilegasta persónan: kakkalakkarnir
Imdb.com: 4,8/10
Ég: 3/5 (myndin er ekki neitt hrikalega góð en ógeðslegheitin virka fyrir mig)

Jaws er klassíks mynd frá 1976. Þessi mynd markaði upphaf dýramynda. Góð mynd, þrátt fyrir vélmenni sem hákarl. Roy Scheider, Richard Dreyfuss og Robert Shaw eltast við hinn hættulega hákarl og vinna stórsigur.
Ég héld að ég þurfi ekki að útskýra þessa mynd frekar. Það þekkja hana allir og ef ekki…….þá býrðu í helli og þú þarft að fara núna út á leigu og horfa á hana!
Imdb.com: 8,2/10 (jippí, það fór einhver upp yfir fimmuna)
Ég: 5/5
Framhöld: Jaws 2. The revenge 1978 sú mynd lækkaði niður í 5,2/10 og sú þriðja Jaws 3D kom úr árið 1983 og hún fékk bara 3,1/10

Og svo eru það myndirnir sem ég get varla dæmt þar sem það eru mörg ár síðan ég sá þær:

Gremlins frá árinu 1984 með Zach Galligan, Phoebe Cates og Hoyt Axton í aðalhlutverkum. Lítill strákur fær nýtt gæludýr og brýtur þrjár mikilvægar reglur sem varða uppeldi þeirra. Litlu sætu gæludýrin breytast í óargadúr sem herja á bæinn.
Imdb.com: 6,8/10
Nokkur framhöld komu af þessari.

Tremors frá 1990 með Kevin Bacon og Fred Ward í aðalhlutverkum. Skrímsli sem búa neðanjarðar drepa íbúa smábæarins Perfection og Val(Bacon) og Earl(Ward) koma Perfection til bjargar. Ekki er óhætt að vera á jörðinni svo flestir íbúarnir eru búnir að flytja upp á þak.
Imdb.com: 6,8/10
Þrjú framhöld spruttu upp af þessari auk sjónvarpsþátta sem byrjuðu árið 2003.

Ég er bara að tala um myndir sem ég hef séð ok!! Svona til að fyrirbyggja allan misskilning
Endilega stingið upp á öðrum myndum!
________________________________________________