Best að nefna nokkur afrek Monty Python manna sem er utan hópsins sjálfs:
Terry Gilliam er líklega sá sem hefur mest áhrif haft eftir að hann hætti í MP þó nafn hans sé ekki nógu vel þekkt, hann er leikstjóri núna og frægustu myndir hans eru: 12 Monkeys, The Fischer King og Brazil, núna er hann að vinna að myndinni Good Omens sem er gerð verður eftir samnefndri bók Neil Gaimans og Terry Pratchett. Terry Gilliam á IMDB
John Cleese er líklega frægastur, heppinn var hann að fjölskyldan breytti ættarnafninu áður en hann fæddist, annars hefði hann heitið Cheese, áhugamál hans eru græðgi og leti ;) Hann hefur leikið í mörgu, of langt er að nefna það allt en helstu afrek hans eru þættirnir Fawlty Towers (þó ég hafi ekki fílað þá neitt mikið), A fish called Wanda og við munum næst sjá hann í Harry Potter sem Nearly Headless Nick. John Cleese á IMDB
Eric Idle hefur alltaf pirrað mig utan Monty Python, hann hefur meðal annars leikið í Nuns on the Run og Splitting Heirs, hann sést núna í Suddenly Susan. Mike Myers dýrkar Eric Idle. Eric Idle á IMDB
Graham Chapman lést 1989, hann lék meðal annars í Yellowbeard Graham Chapman á IMDB
Terry Jones er sérfræðingur um miðaldir og sést það á afrekaskrá hans, hann leikstýrði Erik the Viking og Jabberwocky og sá um þáttinn Crusades sem sýndur var í sjónvarpinu á sínum tíma. Rödd hans heyrist líka í LA Story. Terry Jones á IMDB
Micael Palin hefur mest haldið sig heima á Englandi og hefur meðal annars leikið í A fish Called Wanda, Time Bandits og Brazil. Michael Palin á IMDB
Og meðan ég man þá hét How to Irritate People einmitt það, “John Cleese on” var bætt við seinna.