Ég ætla að byrja á Spielberg.
Veistu hvaða myndir ná vel áhorfenda. Scary movie myndirnar, xXx, Fast and the Furios o.s.frv. o.s.frv.o.s.frv.o.s.frv.o.s.frv.o.s.frv.o.s.frv.o.s.frv .o.s.frv.o.s.frv.o.s.frv.
Ok myndir Spielbergs.
Jaws: Frábær afþreyingar mynd. Vel leikstýrð. Ekkert meira…..
Close Encounters of the third kind: Góð mynd.
1941: Misheppnuð gamanmynd,
Indiana Jones myndirnar: Já það er alveg gaman af þeim en á þetta að veru einhver meistaraverk. Seinni myndin er afskaplega misheppnuð.
E.T.: Frábær mynd. En hún er mikið slakari þegar maður sér hana þegar maður er eldri.
Color Purple: Góð mynd
Hook: Verulega misheppnuð
Schindler´s List: Frábært meistaraverk. N´æst besta myndin um seinni heimstyröldina (Pianist besta).
Jurrasic Park: afþreyingar mynd.
Jurrasic Park: Lost World: HÖRMUNG
Amistad: Frekar misheppnuð mynd um þrælastríðið.
Saving Private Ryan: Mjög góð en verulega gölluð
A.I.: Frábær mynd sem hefði samt verið miklu betri hefði Kubrick sjálfur leikstýrt.
Minority Report: Spielberg gerir næstum allt rétt. En handritið er þrátt fyrir góðar pælingar mjög götótt og lélegt.
Catch Me if you Can: En og aftur skemmtileg afþreyingar mynd.
Já eftir þetta lauslega yfirlit yfir feril hans finnst hlægilegt að kalla hann einn af þeim bestu leikstjórum allra tíma. En er góður en ekki einn af þeim bestu.
Ertu ekki að grínast með Copolla? Ertu gleyminn eða veistu ekki neitt? Apolocalypse Now? Svo eru margar góðar myndir eftir hann. Eins og til dæmis Conversation, Gardens of Stone o.fl.
David Lean:
Lawrence of Arabia, Doctor Zhivago og The Brigde of River Kwai eru hans bestu þrjár og þær t.d. miklu betri en þrjár bestu Spielberg´s. Brief Encounter, Oliver Twist, A Passage to India, Great Expectations, Summertime, In Which We Serve
Ryan´s Daughter o.fl. Þetta eru allt frábærar myndir. Hefur þú þe´r kynnt hann nóg?
En ég er´nú ekki svo gamaldags í kvikmyndarsmekk. Mér finnst bara að “gömlu” leikstjórarnir fá ekki nóga virðingu. Eins og það eru fáir sem þekkja ti mynda David Leans á þessu blessaða áhugamáli.
Kv.
þú ert bara heilaþvoður af þessum akademíum. Þú segir já við öllu sem þeir gera. Mat þitt fer algerlega eftir þeim.
Varstu kannski einn af þeim sem var sammála því að Peter Jackson átti ekki að vinna óskarinn fyrir besta leikstjórann tvö síðustu ár.
Þú segir hérna að ET sé léleg mynd því hún höfði ekki til fullorðna. Myndin var aðallega ætluð yngri kynslóðinni og margir fullorðnir hafa horft á hana og umfjallanir um þessa mynd er einfaldega góð. Myndin slær alveg við myndum David Lean einsog Brief Encounter, Oliver Twist, A Passage to India, Great Expectations, Summertime, In Which We Serve
Ryan´s Daughter. Ég held bara að þú sért eitthvað á móti Spielberg.
Ég get síðan ekki verið sammála því að The Bridge of River Kwai séu eins frábær og þú segir. Ég hef séð hana og mér fannst hún ekki eins sannfærandi og þú segir því miður. Þú ert með gamaldagskvikmyndasmekk. Ég veit ekkert hvað þú ert gamall en þú lítur varla við neinu nýju í dag það sést greinilega á viðhorfi þínu gagnvart myndum einsog Minority Report, Catch me if you Can og Saving Private Ryan. Þetta eru allt mjög góðar myndir ef þær mega ekki kallast frábærar en hér segir þú að þetta séu bara afþreying og mjög mistækar.
Ég sé líka að þú ert með einhvera árráttu fyrir hann Lean því að þú nefnir myndir sem vekja engan áhuga og eru hreint út sagt ekkert sérstakar.
ég biðst afsökunar að hafa gleymt að nefna stórmyndina Apocalype Now. En hún ásamt Godfather myndunum eru stórmyndir hans, því miður eru þær ekki fleiri svo ég get alveg sett hann í sama flokk og Peter Jackson. hefur þú kannski ekki kynnt þér nóg ferill hans Peter eða….? Hann hefur nú gert margar ódýrar myndir sem seint teljast meistaraverk en hver veit….. kannski gerir þú það…..
það er allavega mitt álit og mér þætti vænt um að þú sért ekki að lýsa því yfir að myndir Spielberg séu lélegar því þetta er einungis þitt álit og það væri gott ef þú létir það koma fram. takk samt fyrir þitt viðhorf.
Við verðum víst bara að vera sammála um að vera ósammála.
kveðja rampage
0
Þú skalt ekki fara að predika yfir nedrud að hann sé of gamall til að meta nýjar myndir. Síðast þegar ég vissi var hann ekki nógu gamall til að vera admin á þessu áhugamáli. Þannig að kannski kemur fátt annað til greina en að hann hafi gott vit á kvikmyndum.
0