Ég ætla aðeins að skrifa um myndina Monty pythonand the holy grail sem er bara með fyndnustu myndum sem ég hef séð.Það verða ekki spoilerar í henni en þó verður aðeins sagt frá myndinni og smá af persónunum.
Þannig að þeim sem ætla að horfa á þessa mynd og vilja ekki vita neitt um hana er ráðlagt að lesa ekki þessa grein.
Já og meðan ég man, ég hef ekki skrifað neina gerð á kvikmyndir þannig að þetta verður kannski svolítið lélegt þannig að plís, ekki byrja með skítkast útaf því.

Monty python and the holy grail er svona húmor miðaldasaga með atriðum sem engum myndi detta í hug að gera…nema þeim að sjálfsögðu.
Hún fjallar um Arthúrkonung sem er að leita að riddurum til að verða riddarar hringborðsins í Camelot.Þegar honum tekst það, biður Guð hann um að finna einhvern heilagan bikar.
<SPOILER>Þeir komast á slóðir um bikarinn en til þess þurfa þeir að komast framhjá hræðilegu skrímsli sem er svo reyndar bara lítil hvít kanína.En þegar einn þeirra nálgast þá bítur hún hann á barkann.Þá er komið með hina heilögu handsprengju og þeir ná að drepa kanínuna.<END OF SPOILER>Þeir eru svo nálægt því að komast að því hvar bikarinn ere en sá sem skrifaði hvar hann var dó því miður á meðan hann skrifaði það.Þannig að Arthúr og félagar þurfa að leita í nánast hverjum kastala.
Það fyndna er að þessir riddarar lenda í svo óútreiknanlegum atriðum sem ég vil ekki fara að segja frá hér.

Svo er endirinn alveg frábær…þeir sem vilja ekki lesa um hann hættið að lesa takk fyrir lesturinn!

Þeir eru að fara að ráðast á kastala með geðveikum Frökkum sem skjóta dýrum úr kastalanum, en þá kemur rannsóknarlögrelga nútímans að stoppa þá vegna þess að einhver nútímaprófessor var drepinn í myndinni af riddara.
Þannig að bikarinn fannst aldrei.


Þeir sem hafa ekki séð þessa mynd ættu að kaupa hana því hún er frábær afþreying og er meðal annars með hinum frábæra John Cleese.

Takk fyrir
SlimShady
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.