Ég fór út á leigu um daginn og leigði mér Ali á ónefndri leigu í Hafnarfirði þar sem maður getur leigt allar DVD á 300.

Ég kom heim og hafði ekki séð myndina áður og hlakkaði mikið til að sjá hana. Skelli disknum í tækið og ýti á “play” hnappinn á fjarstýringunni, svo fer myndin í gang og ég ætla að setja á íslenskan texta, en viti menn það er enginn texti yfirhöfuð á myndinni, ekki einu sinni enskur. Ég ákvað samt að reyna að horfa á myndina en þá var hljóðrásin ekkert skárri og maður skyldi varla orð. Þvílíkur Bömmer.

Ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í þessu því ég sá Shawshank Redemption svona líka. Ekkert aukaefni eða neitt.

Veit einhver hvað er málið með svona útgáfur. Maður vill frekar “downloada” heldur en að horfa á myndir svona á DVD.
jollyboy6