Þessi mynd eftir leikstjórann Peter Brook byggt á sögunni The Lord Of The Flies eftir William Golding. Ár 1962 !
Þessi mynd er um hóp breska skóladrengja sem brotlenda á eyði eyju eftir að flugvélin þeirra hrapaði. Aðal söguhetjan er Ralph
sem verður skipaður foringi og hann vill að þeir stofni samfélag. En annar drengur Jack sem er í kirjukór með nokkrum vinum sínum höfðar til frumhvata drengjana vill að þeir skemmti sér og veiði og láta eins og villimenn . Þeir mála á sig stríðsmálningu og byrja að drepa dýr(Og menn). Þessir 11 ára drengir(held ég) breytast í allgjöra villimenn undir stjórn Jacks. Ralph og Piggy, lítill feitur drengur sem er nánast lagður í einelti reyna að fá krakkana til að hafa stjórn á sér þar sem þeir haga sér eins og fávitar . Allt getur gerst þegar þeir fatta að það eru engar reglur, fullorðnir eða kennarar og þá endar þetta allt í blóðbaði.
Mér fannst þetta svosem ágæt mynd þó að hún væri í Svart/hvítu og Þetta sínir mannseðlið á hrollkaldan hátt ! það er búið að endurgera þessa mynd frá 1990, en ég veit ekki hvar er hægt að fá hana ! Japanska myndin Battle Royale eftir leikstjóran Kinji Fukasaku er nokkuð lík Lord Of The Flies !
“ No parents. No teachers. No rules… No mercy ”
“Our enemies are innovative and resourceful, and so are we. They never stop thinking about new ways to harm our country and our people, and neither do we.”