DVD og heyrnarlausir
Núna ætla ég að fræða ykkur aðeins um heim heyrnarlausa og hvernig ríkið styður þetta samfélag. Fyrir nokkrum árum þá fékk litla systir mín heilahimnubólgu og missti heyrnina. Þetta var auðvitað áfall en maður tekur þessu eins og öllu öðru og reynir að gera það besta úr því. Þetta er yndislegur hópur og ótrúlegt hvernig þau ná að bjarga sér. En það sem er erfiðast fyrir þau er að ríkið samþykkir ekki táknmál sem móðurmál þeirra, segja bara að þau séu íslensk og því sé íslenska móðurmál þeirra. En núna er Vigdís Finnbogadórrit komin í lið með þeim og þetta er allt að komast í ásættanlegt form. En til að koma að því sem umræðan fjallar um þá ætla ég að segja ykkur það að móðir mín var soldið ósátt með það að barnaefni á íslandi er allt talsett og því geta heyrnarlausir bara horft á en ekki fylgst með. En þegar við bjuggum í Noregi þá var líka texti og svo voru tveir þulir (mynd í mynd) þegar það var verið að kynna sjónvarpsefni minni myndin var persóna að tákna. Móðir mín tók sig því til og samdi lag um systur mína, fékk Jón Ólafsson, Selmu Björnsdóttir og fleirri til að gefa vinnu sína og diskur var gefinn út, Karen Eir. Allur ágóði af þessum disk fer í að túlka leikrit og texta íslenskt efni á RÚV (textavarp 888) ne vilja samt ekki texta barnaefni því það er talsett, fáránlegt. En núna er peningurinn að vera búinn og ekkert ætlar ríkissjóður að gera. Svo var maður auðvitað ánægður með það að DVD kom þannig að hægt er núna að kaupa Walt Disney á DVD, með Íslensku tali til að þókknast litlabróður og Íslenskum texta til að þóknast litlu systir. Hún er núna að verða 10 ára og fer því að vilja horfa á alvöru bíómyndir en það er ENGINN íslenskur texti á Íslenskar DVD myndir. Stundum er ég að pæla í því að hætta að kapa ílsenskar DVD myndir en það breytir engu þó að einn hætti og því geri ég það ekki. Ég vildi bara koma þessari óánægju minni á framfæri hér á DVD áhugamálinu og vanandi er einhver frá SAM, Myndformi eða einhverjum öðrum sem koma hingað inn og lesa þessar umræður.