Ég var að skoða Kvikmyndir.com og sá þar dálk á forsíðu þar sem gagnrýnendur síðunnar völdu bestu og verstu myndir ársins 2002.
Þar er gagnrýnandi einn sem heitir Heiðar Ásberg Atlason. Hann telur upp 3 myndir sem hann telur vera verstu myndir
ársins/vonbrigði ársins og er allt gott og blessað við það.
EN SVO kemur vondi kaflinn þar sem hann ,,fjallar“ um myndina Bend it like Beckham. Hann tekur það fram að hann hafi ekki séð þessa mynd en vilji samt bæta henni við sem einni af verstu myndum ársins af því hann segir það bara vera augljóst. Það er augljóst að Heiðar kallinn stígur ekki mikið í vitið. Þú getur ekki dæmt mynd á ,,opinberum vettvangi” án þess að hafa séð hana, hvað þá setja hana í flokk með verstu myndum ársins. Það eru einfaldlega heimskulegir fordómar. Það er ekki takandi mark á slíku og maðurinn setur meira að segja mynd af sér við pistilinn sinn. Kannski að ég ráði mig til Moggans til að gefa myndum einkunnir byggðar á því hvernig plakat myndarinnar lítur út eða hvernig mér leist á treilerinn, það myndi vekja lukku.
Ég tek það fram að ég hef ekki séð Bend it like Beckham en ég veit að hún fær 7,4 á IMDB og það er ekki slæmt. Svo er hún um fótboltagellu, það getur ekki verið leiðinlegt.
Ég tók líka eftir því að Heiðar setti Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood með Söndru Bullock og Ashley Judd í 10. sæti yfir bestu myndir ársins. Ég gæti gert grín að þessu vali en þar sem ég hef ekki séð hana vil ég ekki vera með neina fordóma eins og hann. Plakatið fyrir Divine… gefur MJÖG sterklega til greina að myndin sé algjör froða en ég get ekki dæmt myndina af plakatinu.
Kannski að ég láti þetta fara of mikið í taugarnar á mér en því meira sem maður hugsar um þetta því heimskulegra virðist það vera. Það eru margir ( t.d. margt fólk yfir fertugt sem ég þekki) sem líta á dóma gagnrýnenda sem heilagan sannleik um gæði kvikmynda og þess vegna geta þeir ekki leyft sér að skrifa eitthvað bull sem er byggt á fordómum.
P.S. Þetta er fyrsta greinin mín á Huga:)
I don´t have to be careful, I have a gun.