Sagan gerist á 28 dögum árið 1988 í október. Gerist hún eiginlega í réttri tímaröð. Í enda myndarinnar fer hreyfillinn sem lenti á húsinu á tímaflakka og fer til baka í fortíðina. Donnie ákveður að gera það líka. Donnie segir eiginlega söguna en er samt ekki sögumaður. Við fylgjum honum eftir alla sögunna. Skyggnumst inn í hugarheim hans. Það er allt í myndinni sem virkar allt njög rétt fyrir mér nema eitt atriði. Það er í endan þegar Gretchen veifar Rose. En það er ekki það sem er ekki rétt. Heldur þegar strákurinn veifar til baka. Kannski var hann að veifa því að hann hélt að Rose væri að veifa sér. Það er eina rökrétta sem mér dettur í hug. Það sem kemur óljóst fram er að Donnie er að bjarga heiminum.
Myndataka myndarinnar er mjög skemmtileg. Kynnist maður mörgum persónum gegnum nokkuð löng skot. Myndatakan er mikið byggð upp að sýna hvernig fólki líður og sýna tilfinningar. Tónlistin er líka stór þáttur í að maður geri sér grein fyrir því sem er að gerast og hvað er að gerast á sama tíma. Sú niðurstaða er því að frásögnin og myndatakan er huglæg.
Það sem mér fannst skemmtilegt við myndina var kynningin á fólkinu og kynningin á öllu sem var að gerast. Þetta var mynd með eintómum kynningum á persónum. Átti fléttan sér stað í lok myndarinnar á mjög tilfinningalegan hátt. Myndin gengur faktískt út á það, hvað myndi maður gera ef maður vissi framtíðina? Gefið er í skyn að Donnie sé ofurhetja. Segja sumir notendur vefsins http://www.imdb.com eða internet moviedatabase, að hann sé ofurhetja. En ég svara því með tilvitnun í spurninguna. Ef maður veit framtíðina, er maður þá ofurhetja?
Það er ekki skrýtið að þessi mynd fái frábæra dóma hér og þar. Þetta er ein af skemmtilegri myndum sem ég hef horft á lengi og frábær frumraun leikstjórans. Ef ég myndi gefa myndinni einkunn á skalanum 0 – 10 þá fengi hún vafalaust 9.