Hér koma nokkrar staðreyndir um myndina The Fast and the Furious. Hún var gerð árið 2001 af leikstjóranum Rob Cohen, með leikurunum Paul Walker, Vin Diesel, Michelle Rodriguez og fleirum. Í myndinni eru samtals 108 mistök og ætla ég að telja nokkur þeirra upp hérna.
1. Í 4 bíla kapphlaupinu með Brian, Dominic, Eddie og asíska gaurnum, sprengir Brian gólfplötuna farþegamegin eftir að hafa notað NOS. En þegar hann sækir Dominic eftir að löggan kemur á staðinn þá situr Dominic þægilega í farþegasætinu.
2. Ef þú fylgist vel með The Supra í endanum á myndinni þegar hann er að elta drullumótorhjólin(dirtbikes) og þegar hann er að keppa við Dominic þá geturu séð að hún skiptist reglulega úr hreinni yfir í drulluga.
3. Í seinasta kappakstursatriðinu þegar bíll Dominics rekst á trukkinn og snýst í loftinu, geturu séð hjálm áhættuleikarans þegar bíllinn snýst í loftinu.
4. Þegar Mia sér Brian koma með Dominic heim til þeirra lítur hún niður á sig og ákveður að skipta um föt. Þegar hún fer úr blússunni og hendir henni í myndavélina, horfðu þá á spegilinn og þá sérðu hönd myndatökumannsins teygjast út til að grípa fljúgandi blússuna.
5. Í enda myndarinnar, þegar Brian skýtur gaurinn á mótorhjólinu þá stekkur hann út úr bílnum og skellir hurðinni á eftir sér áður en hann fer yfir götuna, en þegar hann hleypur að bílnum til að elta Dominic þá er hurðin allt í einu opin.
6. Í endirnum þegar Brian hoppar á trukkinn til að bjarga Vince þá getur maður séð kapal sem heldur honum á trukknum á buxunum hans.
7. Í fyrsta akstrinum með bílunum 4 sjást allir 4 skipta í fyrsta gír. Ef þú horfir á allar hendurnar þá er þetta allt hendur af hvítum mönnum, en af öllum þessum 4 gaurum eru aðeins 2 hvítir, hinir tveir eru svartur og asískur.
8. Í sama kappakstri sérðu Brian fara fram úr Edward þegar hann notar fyrsta NOS en þegar hann notar það aftur fer hann fram úr sama gaurnum.
9. Eftir þann kappakstur þegar Dom segir “it dosnt matter if you win by an inch or a mile” stendur strákur fyrir aftan hann í svartri skyrtu með (spiky) hár og þegar myndavélin fer yfir á Brian þá stendur sami strákur fyir aftan.
10. Supran hans Brians hefur Sparco Racing sæti út alla myndina, en stíllinn á sætunum breytist mjög oft. Til dæmis í atriðinu Þegar Dom og Brian keppavið gaurinn á Ferrarinum og í atriðinu þegar Brian hringir og biður um að láta rekja símann. Þau skiptast frá Sparco Race sætum í einskonar leður sæti.
En alla vega ég ætla ekki að hafa þetta lengra, þá verður þetta örugglega ekki samþykkt;)
Þess má geta að þetta er tekið af síðunni : http://www.moviemistakes.com
og þar er afgangurinn af mistökunum ef þið viljið lesa þau og mistök úr mörgum öðrum myndum.