Seinasta 1½ ár hafa bretarnir verið mjög duglegir að dæla út gæðahryllingsmyndum. Ég ætla að segja ykkur frá einni slíkri. Fyrir svona rúmlegu hálfu ári síðan rakst ég á fyrir slysni á bíómynd sem hét Dog Soldiers á imdb.com. Svo fyrir rúmri viku pantaði ég þessa mynd á Amazon.co.uk. og fékk myndina í gær. Þvílík upplifun.

Þessi mynd er um 6 hermenn sem eru sendir uppí skosku hálendin til að taka þátt í heræfingu. Þeirra verkefni er að koma í veg fyrir að sérsveitamenn breska hersins finni þá. Eftir enn dag rekast þeir á svefnstað sérsveitamannanna og finna þá alla sundur tætta. En einn þerra virðist hafa sloppið lifandi.
Núna er farið að dimma, og hermennirnir eru farnir að heyra spangól um allan skóinn, og það er eitthvað sem virðist vera elta þá uppi. Eitthvað hungrað. Þeim tekst að komast inná auðan veg þar sem þeir rekast á vegfaranda á bíl. Þeir taka bílinn og flýja. Á endanum rekast þeir á hús í skóginum. Þeir ákveða að fara út þar og hlúa af þeim særðu. Það reynist enginn vera heima. Þeir fara inn og koma sér fyrir. Stuttu seinna segir vegfarandinn þeim frá því að það sem var að elta þá í skóginum voru varúlfar. Og að þeir séu í þeirra húsi, og þeir vilja komast inn……

Mér finnst ég ekki segja nógu vél frá þessari mynd, en það er líka erfitt að segja frá þessu án þess að segja eitthvað frá plottinu. En þessi mynd er líklega besta hryllingsmynd sem ég hef séð lengi. Og hún náð virkilega góðum tökum á manni. Ég er ekki frá því að hjartað í mér sé enn á fullu eftir myndina…..síðan í gærkvöldi.
Helgi Pálsson