Myndin 28 Day's Later fjallar um Jim, ungan mann sem
vaknar á spítala í London eftir um 28 daga (eða lengri) langan
svefn. Hann kemst fljótt að því að borgin er tóm og virðist sem
hans sé eina manneskjan í London. Lukulega finnur hann
nokkra lifendur sem útskýra fyrir honum að bráðsmitandiveira,
sem breytir mönnum í svona zombie's eða skrímsli, hefur
smitað talsvert marga og eru þau líklegast með fáu ósmituðu
verunum á landinu. En hópurinn gefur ekki upp alla von því
þau frétta að herdeild í Manchester, þar sem ósmitaðir hafa
safnast saman, geti gefið þeim öruggi og fæðu.

Leikstjórinn Danny Boyle sem gerði meðal annars
Trainspotting og Shallow Grave er kominn með þessa
frábæru dómsdags hrollvekjumynd sem lætur mann kippast í
sætinu. Ég er ánægður að segja að þessi mynd er stórt skref
upp frá seinustu mynd Danny Boyle's The Beach sem var
skref niður frá Trainspotting (jafnvel þótt hún var ekkert
hræðileg). Ég fór á hana í gær á 101 í Regnbobanum og leist
strax vel á hana, ég mæli tvímælalaust með því að þið farið á
hana.