Ég fór á óvissusýningu fyrir nokkrum vikum og varð fyrir því láni að lenda á Meet the Parents. Hún var svo góð að ég fór á hana aftur á forsýninguna og það var rosalega gaman að sjá hana aftur.Ég ætla ekki að blaðra um myndina( ég þoli ekki þegar fólk talar endalaust um söguþráðinn í greinum) hins vegar ætla ég bara að skora á heilvita menn og áhugamenn um góðar grínmyndir að skella sér á þessa mynd jafnvel tvisvar. Það er langt síðan ég hlóg jafnmikið upphátt eins og á þessari mynd. Ég hef aldrei fílað Ben Stiller neitt rosalega en hann er mjög góður í þessari mynd en það er Robert DeNiro sem stelur senunni og ef hann verður ekki tilnefndur til óskarsins fyrir Meet the Parents þá er ég allavega illa svikinn.
“Damit Focker”

—-*–*–*
—–*-*-*
——-*
——-*
——-*
Cactuz kveðu