1.Eins og allir hef ég stundum setið ofarlega í bíó og kastað poppi í fólk. Um daginn fór ég svo með kærastanum í bíó og ég var að truflast á svona svipaðri hegðun í stelpunum sem sátu fyrir aftan okkur.
2.Ég fór á Titanic með vinkonum mínum og mér leiddist þegar skipið var að sökkva og Öskraði geðveikt hátt: HEI FLUGELDASÝNING!!!
Það var örugglega bara í nokkrar sekúndur alla myndina sem var alveg hljóð og þá þurfti ég endilega að öskra og fékk þannig allan salinn til að hlægja á annars sorglegri mynd.
3. Í sumar ákvað ég að fara með vinkonum mínum á Three to tango og hitta í leiðinni strák sem ég hafði talað nokkrum sinnum við í síma. Þegar ég sá strákinn fékk ég sjokk því hann var/er ógeðslega ljótur en ég ákvað samt að gera gott úr þessu. Ég lá í fanginu´hjá honum alla myndina og hef því ekki enþá séð hana, þegar ég kom út spurðu vinkonur mínar hvað ég hefði verið að hugsa ég reyndi að telja þeim trú um að þetta væri allt í lagi ég sá ekki framan í hann vegna myrkurs. Viku seinna frétti ég svo að ´ví að við hefðum byrjað saman á myndini
4.Þeir sem fóru á The exorcist muna kanski eftir því að það hringir sími í myndinni. Þegar ég fór á hana þá brá mer svo mikið að ég öskraði. Það fóru allir í kringum mig að hlægja og gera grín af mér. Svona er fólk skrítið.
5.Á annan í jólum fór ég á Unbreakablemeð vinkonum mínum stráknum sem eg er núna með og vinum hans. Myndin er ógeðslega leiðinleg og vorum við framarlega í salnum að tala saman alla myndina öðrum gestum Kringlubíós til mikillar ánægju. Kvöldið endað svo með því að við vorum rekin út úr kringlunni eftir nokkur rifrildi við öryggisverðina.
6.Litle Nicky er seinasta mynd sem ég fór á hún er ágæt en það er alltaf betra að hafa frábært date ewins og ég hafði
7. Þetta er það sem ég mun alltaf muna eftir að hafa gert í bíó ég hef samt gert margt annað svo sem fara í eltingaleik þegar ég var lítil og svo framvegis
Ég tala af reynslu: