Ein af mínum uppáhalds myndum heitir Robocop 1. Hún fjallar um löggu sem er nýkominn í starfið í Detroit borg í Bandaríkjunum. Myndin gerist í framtíðinni en löggan er fljótt drepin af glæpakóngi sem heitir Chlarence Boddicker á grimmilegan hátt. Læknum tekst að bjarga líkama hans en þá er honum breitt í hálfan mann og vélmenni sem berst við glæpamennina, en það er eitt vandamál, fyrirtækið sem á lögreglustöðina og bjó Robocop til er líka glæpamenn…
Robocop á ekki bara við illa glæpamenn, hann þarf líka að berjast við samvisku sína því hann hefur enn miningar frá mannlega lífi sínu sem hrjá hann. Enn mun robocop sigra að lokum baráttuna við hið illa? Það fáiði aðeins svar við ef þið horfið á myndina.
Þessi mynd er mjög spennandi og sum atriði eru mjög ógeðsleg (foreldrar, ekki leyfa börnunnum ykkar að sjá þessa mynd!) en samt er líka oft fyndin grínatriði þannig að þessi mynd er svona spennu-grín/drama mynd. Sumir leikaranrir eru mjög góðir, t.d. Kurtwood Smith (That's 70 Show) og Peter Weller sem leikur Robocop, yfir vondi kallinn er líka mjög góður leikari og það er þeim að þakka að þessi mynd er svona góð. Þó að myndin sé mjög gömul þá eru samt flottar tæknibrellur eins og með vonda vélmennið, en samt eru þær ekki bara aðalatriðið, myndin er líka mjög góð.
**** stjörnu