Terry Pratchett er frægur rithöfundur á sínu sviði, hans svið er náttúrulega fyrst og fremst Discworld og ef þið vitið ekki hvað það er þá ættuð þið að kynna ykkur það.
Ein bók eftir Pratchett hefur verið nálægt því að vera kvikmynduð, bókin fjallar um og heitir Mort, Mort þessi er gerður að lærlingi Dauðansm. Dauðinn er stór náungi í svörtum kufli og er ja beinagrind. Bókin fjallar mest um samskipti þessarra tveggja persóna og hvernig þeir skipta um hlutverk að vissu leyti, bókin er algjör snilld.
Einhverjir Hollywood gaurar vildu framleiða hana en eftir að hafa látið einhvern “Focus Group” skoða málið þá kom í ljós að Bandaríkjamenn voru ekki tilbúnir að sjá mynd þar sem Dauðinn var sýndur sem persóna. Framleiðendurnir fóru þá til Pratchet og sögðu honum að skrifa handritið upp á nýtt en sleppa Dauðanum úr, Pratchett varð náttúrulega svoltið undrandi og spurði þá hvort þeir hefðu lesið bókina yfirhöfuð og ákvað að láta þessi fífl bara fara til fjandans.
Að sjálfsögðu eru til margar góðar sögur um heimsku Hollywood manna en þessi finnst mér sýna fáfræðina best.
<A href="