Mér langar að skrifa smá grein um meistarverkið Goodfellas en leikstjóri myndarinnar, Martin Scorsese, hefur gert margar góðar myndir eins og Taxi Driver, Raging Bull, The Colour Of Money, Casino og nú síðast Gangs Of New York - það má til gamans geta að Martin Scorsese missti af Óskarsverðlaunastyttunni í ár fyrir bestu leikstjórn til Roman Polanski's.

**Goodfellas**
Framleiðsluár: 1990
Leikstjóri: Martin Scorsese
Aðalhlutverk: Ray Liotta, Robert De Niro, Joe Pesci og svo bregður Samuel L. Jackson fyrir í smá hlutverki.
*Byggt á bókinni “Wiseguy” eftir Nicholas Pileggi - Martin Scorsese hjálpaði honum að semja svo handrit fyrir myndina.

Myndin fjallar um Henry Hill (Liotta) og hvernig hann lifir lífinu sem meðlimur mafíunnar. Hann hjálpaði mafíunni alveg síðan hann var i grunnskóla og svo var hann loksins einn af þeim við 15 ára aldurinn. Myndin er byggð á sannri sögu og myndin segir frá hvernig Henry og vinir hans Jimmy (De Niro) og Tommy (Pesci) takast á við hin daglegu störf mafíunnar og líf þeirra innan mafíunnar. Henry, Jimmy og Tommy gera mjög stórt rán í myndinni sem verður til þess að hópurinn sem hjálpaði þeim fer að lenda í vandræðum og þeir líka. Hver getur treyst hverjum?

Joe Pesci sýnir ótúlegan leik í myndinni og er það ekki skrýtið að hann vann Óskarsverðlaunin árið 1991 fyrir besta leik í aukahlutverki.

Goodfellas er ein af þessum klassísku mafíumyndum eins og The Godfather, Donnie Brasco og Casino. Robert De Niro er þekktur fyrir hlutverk sitt í mafíumyndum en hann hefur einnig leikið í The Godfather Part II, Casino og svo mafíuforingjan í Analyze That-This grínmyndunum.

Goodfellas er mjög góð mynd sem maður hreinlega verður að sjá ef maður er mikill kvikmyndaáhugandi.

Stjörnugjöf: **** af ****