Ég ætla núna vegna þess að ég er kominn svo vel af stað að skrifa um
myndina Happy Gilmore með næst besta leikaranum mínum (á eftir Tom
Hanks =)) - Adam Sandler. Fyrst ætla ég að tala um hann aðeins: Hann
byrjaði í Saturday Night Fever þáttunum (sem eru grínþættir í Ameríku
dálítið eins og Spaugstofan og Fóstbræður hér) og fékk svo að gera
grínmynd sem hét Billy Madison og fjallaði um strák sem fer aftur í skóla til
þess að fá að stjórna fyrirtæki sem pabbi hans á. (mjög fyndin mynd).
Happy Gilmore var hans önnur mynd og er mjög lík Billy Madison. Adam
Sandler leikur mann sem að vill verða Hokkíleikari en er ekkert mjög
góður hann fattar svo að hann er mjög góður að slá golfkúlur langt og fer í
golfmót til að bjarga húsi ömmu sinnar sem að skatturinn er að taka frá
henni. Happy eignast fljótt óvin Shooter McGavin en hann er líka mjög
góður í golfi! Happy verður því að vinna hann í golfi til að bjarga húsinu
og gera ömmu sína glaða.
Mér finns þessi mynd ein af þeim skemtilegri sem ég hef séð og sniðugur
húmor (dáldið svartur). Adam Sandler fer á kostum og getur gert sig mjög
æstan. Myndin fær því 3 stjörnur af fjórum.
Tjekkið endilega á þessari mynd =)
Stylus