Þessi mynd er semsagt um þennan bandarískan náunga sem er á ferðalagi og kemst á snoðirnar um litla eyju þarsem byggst hefur lítið sjálfsþurftarsamfélag með nokkrum íbúum og sannfærir franskt kærustupar til að koma með sér þangað. Þegar þau koma á eynna lenda þau í hættu vegna glæpamanna sem eru að vernda kanabisakra. En loks koma þau á áfangastað og byrja að lifa nokkuð góðu lífi eftir að íbúarnir taka þau inn í samfélagið.
En nokkrir dóphausar sem bandaríski ferðamaðurinn gaf upplýsingar komast síðan á eynna og valda miklum usla innan samfélagsins (þó svo að þeir hafi ekki hitt íbúana)
Er söguhetjan þá rekin úr litla bænum og bannað að koma aftur þar til að þetta vandamál er leyst. Lendi þá náunginn í miklum sálfræðilegum kröggum og endar síðan myndin á að alt fer í bál og brand og flytjast allir af eynni.
Mín skoðun um þessa mynd er að handritshöfundurinn hafi verið að lýsa Sósílisma og verið að sýna fram á væntingar allra, en síðan hrinur allt niður. Sjálfur hefur maðurinn verið Kapítalískur. (kannski Davíð Oddson)
Mér fannst þessi mynd góð og góð skilaboð, þó svo að ég sé ekki sammála þeim.
Ég vona bara að ég fái ekki sama skítkastið og Stylus fyrir þessa grein, vegna þess að ég mundi ekki nafn aðalpersónunar :-)
MesserSchmitt
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”