Nú, eins og flestir kvikmyndaáhugamenn vita, þá munu framhöldin af hinni frábæru Matrix koma á þessu ári, þ.e.a.s. The Matrix Reloaded þann 15. maí og The Matrix Revolutions þann 7. Nóv. Það verður þó margt annað og meira gert í Matrix heiminum árið 2003, kallað “The Year of the Matrix” í auglýsingaherferðum.

Fyrst má nefna “The Animatrix” þættina. Þetta eru japanskir teiknimyndaþættir (anime) sem gerast í Matrix heiminum. Wachowski bræðurnir Andy og Larry, leikstjórar myndanna, eru anime nerðir og þeir fengu innblástur aðallega úr anime myndum. Nú hafa þeir fengið sína eigin myndir, og þeir eru líklega hæstánægðir með það.

Fjórir þættir munu verða gefnir út á netinu, og tveir eru þegar komnir, og sá næsti kemur þann 1. apríl, nema að það verði bara gabb, sem er fjandi líklegt. Þeir sem eru komnir út heita “The Second Renaissance Part 1” og “Program”. Sú mynd sem kemur þann 1. apríl kallast “Detective Story” og síðan mun “The Second Renaissance Part 2” koma í maí. Síðan mun ein tölvugerð mynd gerð af SquareUSA sem gerðu “Final Fantasy” myndina (og leikina líka, nema að ég hafi rangar upplýsingar) koma í bíó á undan Stephen King myndinni “Dreamcatcher”. Sú mynd kallast “Final Flight of the Osiris”. Síðan munu allir níu þættir koma á VHS og DVD þann 3. júní. Ég veit ekki hvort “Osiris” verður sýnd á undan “Dreamcatcher” á Íslandi, en maður má vona.

Hérna er listi yfir alla þættina og söguþráðinn í grófum dráttum. Gætu verið SPOILERAR! SPOILERAR! SPOILERAR! Fyrir Reloaded og auðvitað þættina sjálfa.

The Second Renaissance: Fjallar um byrjunina á endinum. Hvernig vélarnar gerðu uppreisn, hvernig mennirnir eyðilögðu himininn, hvernig stríðið fór. Þetta er ótrúlegt magn af upplýsingum í tvemur þáttum.
Leikstýrt af Mahiro Maeda og skrifað af Andy og Larry Wachowski.

Program: CIS, stríðsmaður frá Zion, þarf að velja milli ástarinnar og raunveruleikans. Rómantískt? :) Þessi mynd er eiginlega ekkert nema Samúrai bardagi í The Matrix.
Leikstýrt af Mahiro Maeda og skrifað af Andy og Larry Wachowski.

Detective Story: Einkaspæjarinn Ash leitar að tölvuhakkara að nafni Trinity…
Skrifað og leikstýrt af Shinichiro Watanabe.

Kid's Story: Fjallar um Kid, sem er víst einhverskonar ungur hakkari. Neo hjálpar honum að fara út úr The Matrix, en það er fjandi erfitt að finna útgang.
Leikstýrt af Shinichiro Watanabe og skrifað af Andy og Larry Wachowski.

World Record: Frægur íþróttamaður að nafni Dan nær að brjótast út úr The Matrix með gríðarlegu andlegu og líkamlegu átaki, og ber augum hinn raunverulega heim.
Leikstýrt af Takeshi Koike og skrifað af Yosiaki Kawajiri.

Beyond: Nokkrir krakkar finna hús sem er “gallað”, þar sem allt getur gerst, og Agentar eru sendir til að laga gallann…
Skrifað og leikstýrt af Koji Morimoto.

Matricualted: Nokkrir uppreisnarmenn fanga skyni gætt vélmenni og endurforrita það til að kjósa “hið mannlega Matrix” frekar en þess eigið…
Skrifað og leikstýrt af Peter Chung.

Final Flight of the Osiris: Áhöfn skipsins “Osiris” uppgötvar að vélarnar hafa fundið Zion og eru að bora sig niður til að ná til borgarinnar, og þeir verða að koma skilaboðum til borgarbúa. Hægara sagt en gert, það eru mörg þúsund Sentinelar í veginum. Atburðir þessarar myndar leiða beint inn í Reloaded.
Leikstýrt af Andy Jones, Square USA og skrifað af Andy og Larry Wachowski.

Næsti liður í markaðssetningu The Matrix er “Enter The Matrix” tölvuleikurinn sem mun koma út þann 15. maí, sama dag og Reloaded kemur í bíó. Hann er ekki þannig að hann bara endurskapar myndina á lélegan hátt, söguþráður leiksins er mikilvægur fyrir plottið í myndunum og ef maður spilar ekki leikinn þá er maður ekki að fá allar upplýsingar sem maður mundi annars fá um heiminn. Leikurinn fjallar um Niobe og Ghost, karaktera í næstu myndum. Niobe er annar skipstjóri eins og Morpheus, og Ghost er “First Mate” eins og Trinity.

Heill klukkutími af efni var skotinn sér bara fyrir leikinn til að nota! Allur söguþráður kemur beint frá Wachowski bræðrunum, og grafíkin er hreint út sagt rosaleg. Hann býður upp á Kung Fu sem er gert samkvæmt bardagastjóra myndanna, og ekki vantar Slow Motion eða Bullet Time. Einnig verður hægt að fljúga skipi og keyra bíl, og svo að hakka Matrixið sem getur víst gefið manni ýmsa aukamöguleika.

Jamm og jæja, það er nú það. Þetta er markaðssetningarprógrammið fyrir Matrix framhöldin, og þau virka afar vel. Ég er þegar gríðarlega spenntur, enda nennti ég að skrifa allt þetta. :) Það að Andy og Larry sjálfir eigi hönd í bagga perónulega í þessu öllu saman er hreint ótrúlegt, og á vonandi eftir að tryggja gæðin í þessu öllu. 15 maí, komdu sem fyrst! :)

Nokkrir linkar í endann, allir frá Íslandi nema annað sé tekið fram.
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane