Það er nú kominn tími til að skrifa um hina snilldarlegu mynd The Burbs
sem að Joe Dante leikstýrði. Þetta var fyrsta myndin sem Tom Hankes lék
í og gerði hún hann dáldið frægan. Í myndinni leikur hann gaur sem að
býr í úthverfi í USA og á nágranna sem er soldið æstur (man ekki hver
leikur) og grunar nágranna sem heita Klopek um að vera mannætur þar
sem að þeir fara ekkert út heldur eru inni og eru líka skrýtnir. Í næsta húsi
við aðalpersónuna (Hankes) býr gamall hermaður sem á beib fyrir konu
og hann hatar hund sem að enn einn maður Walter á og hefur þjálfað til
þess að skíta á lóðina hjá honum. Saman fara þeir að njósna um
Klopekkana þó konur þeirra séu á móti því (Carrie Fischer sem lék Leia í
Star Wars leikur konu Hankes) og vilja bara vera almennileg við
Klopekkanna (sem eru vægast sagt undarlegir). MEnnirnir fara samt að
njósna og lenda í ýmsum vandræðum sem að nágrannastrákurinn horfir
á(hann heldur alltaf reif þegar fólk er að slást). En ég vil ekki kjafta frá
endinum til að skemma ekki.

Mér finnst þessi mynd ansi góð og líklega með betri myndu Joe Dante sem
gerði einnig skrimslamyndirnar Gremlins. Þetta er þó tvímælalaust besta
mynd Hankes þó svo að Forrest Gump sé mjög góð (vann líka Óskar).
Hún hefur elst vel og væri ekkert betri þó ´hun væri gerð í dag.

Skoðið hana endilega.

Stylus.

ps. Þetta er fyrsta greinin mín