Þá er 75. Óskarsverðlaunahátíðinni lokið og verð ég að segja að álit mitt á Akademíunni hækkaði örlítið við nokkrar afhendingar, sérstaklega þegar þeir ákvaðu að verðlauna Roman Polanski sem besta leikstjóra en fara ekki auðveldu leiðina og velja Rob Marshall sem besta leikstjóra. Þó fannst mér þeir ekki standa sig með að velja Chicago sem bestu myndina. Að venju fór snillingurinn Steve Martin á kostum og dró fram hvern snilldarbrandarann á eftir öðrum og fékk salinn til að öskra úr hlátri. Óskarinn var með frekar litlausum skreytingum núna vegna stríðsins í Írak en sumir voru þó ekki að draga athyglina af stríðinu. Michael Moore sem vann fyrir heimildarmynd sína, Bowling for Columbine, skammaði George Bush forseta stríðsins og mótmælti harðlega í hressilegri þakkarræðu.
Nokkrir óvæntir Óskarar urðu en enginn þeirra var örugglega jafn óvæntur og þegar enginn annar en Eminem sjálfur fékk styttuna fyrir besta lagið! En maðurinn neitaði að mæta á hátíðina af stríðsástæðum. Margir voru búnir að veðja á Jack Nicholson eða Daniel Day-Lewis sem besta leikara en Adrian Brody fékk styttuna fyrir hlutverk sitt í The Pianist. Skemmtilegt þegar átti að fara þagga niður í honum með hljómsveitinni en þá skipaði Adrian hljómsveitinni að þegja og hélt áfram að tala og hélt þónokkuð langa ræðu. Önnur óvænt verðlaun var þegar Pedró Almodóvar fékk Óskarinn fyrir besta handritið. Svo í lokin þá var Peter O’Toole heiðraður með Heiðursóskarnum. Svo sýndist mér hann hafa fengið sér í glas fyrir hátíðina?
Svona til að fara fljótt yfir þetta þá eru helstu tölur hérna..
Chicago – 6 styttur
Lord of the Rings – 2 styttur
The Pianist – 2 styttur
Frida – 2 styttur
Adaptation – 1 stytta
The Hours – 1 stytta
Gangs of New York – engin stytta
En hérna eru niðurstöður kvöldsins…
Besta myndin
- Chicago
Besti leikstjóri
- Roman Polanski, The Pianist
Besti leikari í aðalhlutverki
- Adrian Brody, The Pianist
Besta leikkona í aðalhlutverki
- Nicole Kidman, The Hours
Besti leikari í aukahlutverki
- Chris Cooper, Adapatation
Besta leikkona í aukahlutverki
- Catherine Zeta-Jones, Chicago
Besta frumsamda handritið
- Talk to Her, Pedró Almodóvar
Besta handritið, áður útgefið
- Ronald Harwood, The Pianist
Besta kvikmyndatakan
- Road to Perdition, Conrad L. Hall
Besta listræna stjórnunin
- Chicago; John Myhre og Gord Sim
Bestu búningarnar
- Chicago, Colleen Atwood
Besta förðunin
- Frida; John Jackson og Beatrice De Alba
Bestu tæknibrellurnar
- The Lord of the Rings: The Two Towers; Jim Rygiel, Joe Letteri, Randall William Cook og Alex Funke
Besta heimildarmyndin
- Bowling For Columbine, Michael Moore
Besta stuttmyndin
- This Charming Man; Martin Strange-Hansen og Mie Andreasen
Besta stutta heimildarmyndin
- Twin Towers; Bill Guttentag og Robert David Port
Besta klippingin
- Chicago, Martin Walsh
Besta erlenda myndin
- Nowhere In Africa frá Þýskalandi
Besta tónlistin
- Frida, Elliot Goldenthal
Besta lagið
- “Lose Yourself”, Eminem í 8 Mile
Besta teiknimyndin
- Spirited Away, Hayao Miyazaki
Besta stutta teiknimyndin
- The ChubChubs!, Eric Armstrong
Besta hljóðið
- Chicago, Michael Minkler, Dominick Tavella og David Lee
Besta hljóðklippingin
- The Lord of the Rings: The Two Towers; Ethan Van der Ryn og Michael Hopkins