Mig langar að skrifa um sjónvarpsmynd sm var í gær, því hún er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Hún heitir Indiana Jones and the temple of doom og hún fjallar um fornleiðafræðinginn Indiana Jones sem Harrison Ford (Star Wars, Executive Decision og K-19).
Hann byrjar í borginni Sjanghæ í Kína þar sem hann ætlar að ná í demant af kínversku mafíuni, Yakuza. Þeir eitra samt fyrir honum og hann flýr til Indlands og söngkonan og leikkonan Willie Scott sem er leikin af Kate Capshaw (how to Make an American Quilt og Just Cause) og munaðarleysingnum Mola Ram. Þar kynnist hann sértrúarsöfnuð sem kallast Thugie og eru mannætur sem nota börn sem þræla í námum. Þeir dáleiða Indiana með eitri svo hann ætlar að drepa Willie en litli strákurinn bjargar þeim, ég vil ekki segja meira frá söguþræðinum ef einhver á eftir að sjá þessa mynd
Þessi mynd er mjög spennandi og skemmtileg og svo er Harrison Ford líka einn af mínum bestu leikurum. Þó að hinir leikararnir séu líka mjög góðir, sérstaklega sá sem leikur vonda prestinn. Ég ætla að gefa þessari mynd 3.og hálfa stjörnu af 4. mögulegum.
Hinar myndirnar um Indiana Jones eru líka mjög skemmtilegar en mér finnst þessi best, því ég vil bara gefa hinum myndunum 3. stjörnur. Hverjar eru ykkar bestu myndir?
Daredevil