Sá frábæra mynd um helgina, Willard. (Já, ég veit hún er ekki komin út á Íslandi en mig langar samt að gefa ykkur smjörþefinn af henni)
Crispin Glover (Back to the Future, People vs. Larry Flynt, Nurse Betty, Charlie's Angels) leikur hérna þokkalega geðveikan gaur, Willard, sem býr einn með mömmu sinni sem leikin er af Jackie Burroughs. Kerlingin er reyndar mun meira scary en allar rotturnar í myndinni til samans en það er önnur saga. Anyways, Willard uppgötvar að það eru rottur í kjallaranum og af því að hann er ekki alveg heill í perunni þá byrjar hann að vingast við þær og þjálfa þær til að gera ýmsa hluti.
Willard vinnur hjá fyrirtæki sem pabbi hans stofnaði en er ekki besti starfskrafturinn að ekki sé meira sagt. Forstjórinn kemur fram við hann eins og kúk en hafði lofað foreldrum Willards að hafa hann í vinnu. Þegar gamla kerlingin deyr, er Willard rekinn úr vinnunni. Og það er þá sem hann ákveður að taka til sinna ráða… dadada damm!
Þetta er frábær mynd í anda Hitchcock (mjög góð tilbreyting frá Hollywood klysjum), sem allir sannir aðdáendur “hugartrylla” ættu að sjá.