Batman Year One er byggð á samnefndri teiknimyndasögu eftir Frank Miller sem hefur skrifað sögur eins og Sin City og fleira. Hann ásamt Darren Aronofsky eru að reyna að skrifa sögu sem hentar kvikmyndaforminu en ekki er ennþá komið grænt ljós á verkið. Batman year one fjallar nákvæmlega um það, year one eða fyrsta árið hans sem gimpinn í plastinu. Miklar væntingar eru varðandi myndarinnar sérstaklega þar sem Frank Miller er viðráðinn.
Önnur Batman myndin Batman Beyond er aftur á móti talsvert háfleygari en Batman: Year One. Hún gerist í framtíðinni og fjallar um hinn ljóshærða Framtíðarbatman. Til gamans má geta að fyrir stuttu var gefin út teiknimynd, sem hét, Batman Beyond: The Return of the Joker. Sá sem er að reyna að fylgja þessari mynd úr hlaði er Boaz Yakin sem gerði myndina Remember the Titans. Einhverjar sögusagnir eru að Batman Beyond söguþráðurinn eigi að svipa til teiknimyndarinnar en svo er ekki víst.
Nú er bara spurning. Verða þessar myndir jafn góðar og Batman myndirnar hans Tim Burtons?
[------------------------------------]