Síðustu árin hafa bíóhúsinstöðugt verið að hækka verðið í bíó. Í dag kostar 650 krónur að fara í bíó sem er þónokkuð mikill peningur þegar maður hugsar út í það að það kostaði ekki nema 500 kall fyrir stuttu. Síðan tala ég ekki um okrið í bíó sjoppunum, hvað kostar kók og popp núna 400 kall þá er þetta komið upp í 1050 kr er það ekki svoldið ýkt.
Ég hef aldrei skilið afhverju bíóhúsin þurfa að hækka verðið. Það hefur verið stighækkandi aðsókn í bíó og ekki hefur úrvalið af myndum verið neitt mikið. Síðan hækka bíóin alltaf verðið öll í einu það finnst mér svoldið duló, er það ekki spurning um samkeppnislög.