Já þú segir mér fréttir. Stendur sama fíflið á bak við allar þessar leigur? Merkilegt nokk. Þessi maður er í það minnsta búinn að eyðileggja Vídeóhöllina sem í áraraðir var langbesta vídeóleiga landsins, uns Laugarásvídeó skákaði henni seint á 10. áratugnum. Nú er vídeóhöllin orðin eins konar ofvaxið Bónusvídeó og er einungis athyglisvert út af lager af gömlum klassískum myndum á 2. hæð. Hér er er mitt mat á einu góðu vídeóleigunni og hinum sem eru illskástar.
1. Laugarásvídeó: Snilldarbúlla, rekin af snillingunum Larrý (þessi skölótti, ekki kalla hann það fyrir framan hann, hann heitir í raun jón) og Leó. Þeir eru líka með aðstoðarmenn sem eru ekki heilalausar gelgjur heldur náungar sem vita sitt um bíómyndir. Sem sagt þekking á ferðinni. Úrvalið er stórkostlegt. Enginn skákar þeim í költinu(hrollur, sci fi, þættir, kúng fú), þeir eiga gott safn af klassískum og evrópskum myndum.
Aðrir:
Nexus: nördaleiga dauðans, animekóngarnir og hafa lika gott safn af asískum myndum (þó laugarás sé með meira af kúng fú myndum). Ennfremur eiga þeir vel valdar költ myndir. Gott er að taka með sér piparsprey til að halda frá sér ofurnördunum.
James Bönd: Leiga sem leynir merkilega mikið á sér. Alltaf er maður að rekast á einhvern gullmola sem ekki er til annars staðar. Þar kosta 2 gamlar 200 kall. Gott úrval af klassískum og evrópskum, ásamt þessu hefðbundna.
Aðalvídeóleigan: Þessi má muna sinn fífil fegurri en fyrir 14-16 árum var þessi leiga og starfsmenn hennar (Páll Óskar og gaur sem vinnur núna í Laugarásvídeó) brautryðjendur í að koma með erlendar ótextaðar snilldir til landsins. Nú lifir hún á fortíðinni og er rándýr. Að vísu keyptu þeir inn nokkuð af nýju költ og menningarefni nýlega, í fyrsta sinn í mörg ár.
Vídeóhöllin: Þessi vídeóleiga er glötuð, bara dýr bónusvídeóbúlla. Hún lifir bara á fortíðinni, þ.e. gamla lagernum. Einungis leigja þarna ef þú ert að leita að klassískum eða menningarmyndum á 2. hæð, úrvalið af þeim er hvað mest þar.
Vídeóheimar: yfir meðallagi góð leiga. Ágætis úrval í flestum greinum; költi, klassík og “listrænum”. Þar eru eldri myndir flokkaðar eftir leikurum, sem getur komið sér vel.
Aðrar leigur sem ég hef kynnst eru flestar í ætt við Bónusleigurnar, mikið úrval af nýjum myndum, örlítið úrval af költi og klassík. Sem sagt gott fyrir plebba.