Ég tók þessa frétt af kvikmyndir.is, samstaða virkar eftir allt saman. Þó svo að verkfallið var ekki nógu vel skipulagt og margir fóru í bíó virðist umræðan hafa orðið til þess að Sam áhvað að lækka verðið hjá sér. Ég veit vel að copy/paste er bannað en mér fannst þessi frétt eiga heima hérna. Við skulum bara vona að fleiri aðilar fari eftir þessu góða fordæmi hjá Sam. T.d. í DVD verði.


Fréttir úr kvikmyndaheiminum



Sambíóin og Háskólabíó lækka miðaverð…
14. mars 2003 10:17:26 - Gunnar Ingvi Þórisson

Sambíóunum og Háskólabíó lækka almennt miðaverð um rúmlega 6 prósent. Í krafti stærðar sinnar og með auknum umsvifum hafa Sambíóin og Háskólabíó náð fram hagstæðari innkaupum og þar af leiðandi náð að lækka ýmsan kostnað við reksturinn. Þessu til viðbótar hefur gengi dollarans undanfarið hjálpað til við að lækka verð á þeim kvikmyndum sem keyptar eru á hinum frjálsa markaði. Sambíóin og Háskólabíó hafa því ákveðið að koma til móts við viðskiptavini sína og lækka almennt miðaverð um 6,25 prósent eða úr 800 kr í 750 kr. Lækkunin mun taka gildi strax, í dag, föstudaginn 14 mars. Að sjálfsögðu munu Sambíóin og Háskólabíó áfram leitast við að vera með skemmtilegar uppákomur eins og áður og bjóða hin ýmsu tilboð svosem fjölskyldudaga sem haldnir hafa verið við miklar vinsældir.