The Pianist
http://uk.imdb.com/Title?0253474

The Pianist er tilnefnd til eftirfarandi verðlauna, Ef hún sigraði er *–> við viðeigandi:

SAG, DAG & ASC:
Leikstjóri
Leikari
Kvikmyndataka

BAFTA:
*– >Besta mynd
*–>Leikstjóri
Leikari
Hljóð
Kvikmyndataka
Tó nlist
Handrit

Golden Globes:
Besta Mynd
Leikari

Oscarinn:
Besta mynd
Leikstjóri
Leikari
Handrit
Kvikmyndataka
Klip ping
Búningar


Spillar byrja hér.

Í The Pianist dregur Roman Polanski upp mynd af lífi gyðinga í Varsjá á tímum síðari heimsstyrjaldar, frá því áður en Þjóðverjar ráðast inn í Pólland og þar til eftir að Rússar hafa hrakið Þjóðverja til baka og stríðinu er lokið.
Handritið er byggt á bók sem aðalsöguhetjan, Wladyslaw Szpilman, skrifaði um líf sitt bíst ég við. Myndin er sögð í fyrstu persónu sem er mjög eðlilegt þar sem hún er raunasaga Wladyslaw Szpilmans.
Það er ekki mikið talað í myndinni miðað við tímann sem tekur að klára hana og eykur það aðeins hve vel Adrien Brody nýtur sín sem Szpilman. Hann stendur sig með eindæmum vel. Hann missir vini sína og fjölskildu einn af einum og endar einn í felum fyrir Þjóðverjum. Dramað er byggt upp alla myndina með ýmsum hætti og nær hámarki í einfaldri setningu með gríðarlega meiningu; þegar þýskur officer sem hefur hjálpað Szpilman spyr hvað hann heitir og segir svo að Szpilman sé sæmandi nafn fyrir Píanista, svo hverfur hann og flýr undan Rússum. Þetta augnablik var í raun hápunktur myndarinnar þótt ekkert merkilegt gerðist þar.
Gaman er að heyra Þjóðverja í kvikmynd tala þýsku en ekki ensku með þýskum hreim en Pólverjarnir og Rússarnir tala ensku og reyndar breska útvarpið sem heyrist örlítið í, ekki veit ég hvursvegna Polanski hefur valið ensku sem tungumál Pólverjanna, kannski til að selja myndina betur í Bandaríkjunum.
Ekki er spilað beinlínis eins mikið á píanó eins og ætla mætti í mynd með þetta nafn. En spilar þó píanóleikurinn ansi stóra rullu, því að hugsunin um píanóleikinn hélt lífinu í Szpilman á meðan hann beið í felum í 2 ár eða svo. Annað eftirminnilegt atriði er þegar Szpilman kemst í píanó í fyrsta skipti eftir felurnar og áðurnefndur þjóðverji hlustar á. Hann byrjar frekar ryðgaður en svo verður spilamennskan stórkostleg og maður sér hvað þjóðverjinn er snortinn, sér þjáningu Gyðinganna og iðrast en er samt skyldugur til að þjóna Föðurlandinu, átökin sem eiga sér stað skila sér vel í litlu en vel leiknu hlutverki.
Í fyrri hluta myndarinnar er sagt frá falli gyðinganna úr efri millistéttum og þar til þeir eru reknir á brott í útrýmingarbúðir, hvurnig friðelskandi fólk vildi ekki standa á móti Þjóðverjum og lét vaða yfir sig, hvurnig 300.000 manns var troðið í smáhverfi og fólk drepið af handahófi, hvurnig að lokum fólk fer að loka augunum fyrir veruleikanum og sjá morð sem daglegt brauð, hvurnig börn betla á götum úti, hvurnig þjóðverjar lemja börnin og drepa, hvurnig eymdin gerir fólk sálarlaust. Hvursu mikið er satt í þessu öllu veit ég ekki enda er það ekki það sem skiptir máli heldur hvurnig Polanski tekst að mála þessa mynd á snilldarmáta, huvrnig öll umgjörðin er stórkostleg, búningar, um hverfið, myndatakan o.s.frv.
Þessari mynd tekst það sem aðeins stórkostlegum myndum tekst; að vera bæði frábærlega vel gerð og að helda manni hugföngnum og skemmt nánast allan tímann. Ég mæli hiklaust með myndinni og sérstaklega fyrir menn sem eru áhugamenn um góðar myndir. Það ber þó að hafa í huga að það þarf að veita myndinni fulla athygli allan tímann því ákveðin dramatísk spenna byggist upp sem auðvelt er að eyðileggja með brandara félaga á vondum tímapunkti og þá má vel vera að myndin sé ónýt.
Einkunn: 9.5/10