Vonbrigði með " the ring "
Hmmm hugsa ég þegar ég fletti í gegnum greinarnar hér, horfði fólkið ekki á myndina. Ég ætla ekki að vera með langt mál finnst hreinlega ekki taka því sérstaklega ekki um þessa mynd. The Ring eða Hringurinn kom mörgum sinnum fyrir í myndinni allskonar hringir eins og þessi á spólunni í byrjun og svo sá sem strákurinn teiknaði og að sjálfsögðu það sem ég tel að sé Hringurinn þeas Brunnurinn, hann lék mjög lítið hlutverk í myndinni og sást varla fyrr en líða tók á myndina sem er náttúrulega ekki gott þar sem Brunnurinn ER aðalmálið, maður hugsaði eftir myndina hvers vegna kom hann ekki fyrr og þá smá Spenna. Brunnurinn er líka Rugl hmmm….jebb þegar Rachel kemur á “eyjuna” og talar við Doktorinn, þá er hann eini læknir eyjaskeggja og búið það alla sína tíð, er Rachel spyr um dótturina kemur fát á lækninn en hún segir að frá því að Samara “kom á eyjuna” ath á eyjuna. Kom hún til hennar og sagði að hún hefði sýnir, ok gott mál, ætla ekki að fara út í mainland dæmið líka. Seinna í myndinni sést móðirinn setja svartan poka yfir hausinn á Samöru og steypa henni í Brunninn og það voru Hestar í baksýn þeas hestarnir á búgarðinum þeirra á “eyjunni” OK þá er semsagt Brunnurinn á eyjunni ekki satt…..hélt það. Svo fara Rachel og Noah í bíltúr eftir þetta að kofanum sem er ekki á eyjunni og þar undir gólfinu er Brunnurinn líka, hmmm eru þá tveir Brunnar og Samara hefur komist frá Brunninum á “eyjunni” þar sem henni var hent niður í Brunnin undir kofanum þar sem hún fannst. Margt annað er fáránlegt og sá sem skrifaði þessa sögu hefur greinilega EKKI verið með söguna alla í kollinum þegar hann byrjaði að skrifa hana, fengið þessa hugmynd með krakka, kofa og The Tape, Vá ,Vá. Ekkert meira og sagan ber keim af því.