Steven Soderbergh átti eina af bestu myndum á árinu en það var The Limey.Sú mynd fékk ekki verðskuldaða athygli landsmanna en er hér um að ræða djöful vel gerða mynd með harðjaxlinum Terence Stamp í aðalhlutverki.Steven Soderbergh er einn af bestu leikstjórum í dag á það verður gaman að sjá hvernig hann höndlar Traffic og Ocean´s Eleven.Þessi ungi leikstjóri vakti fyrst á sér mikla athygli þegar hann gerði kvikmyndina Sex, Lies, and Videotape með James Spader
Andie MacDowell og Peter Gallagher árið 1989,þetta var mynd um líf hjóna sem tekur óvænta stefnu þegar gamall vinur dúkkar upp.
Næsta mynd sem hann gerði var Kafka með Jeremy Irons árið 1991,myndin fjallaði um mann sem joinar hryðjuverkahóp eftir að samstarfsmaður hans er myrtur.Alec Guinness leikur einnig í myndinni.Þar seinna gerir hann myndina Underneath árið 1995 með Joe Don Baker,William Fichtner,Peter Gallagher og Elisabeth Shue.Þar eftir gerir hann tveir frekar halloka myndir sem heita Schizopolis(1996) og Gray's Anatomy (1996).Sú síðarnefnda er einhvurskonar ævisga manns með augnskaða.Einn leikari í þeirri mynd en hann heitir Spalding Gray.
Síðan er röðin komin að alvöru meikinu en það er snilldar ræman Out of Sight með George Clooney,Don Cheadle,Jennifer Lopez,Dennis Farina,Ving Rhames,Steve Zahn og að ógleymdum þeim Samuel L Jackson fyrir þetta litla sem hann lék og Michael Keaton sem Ray Nicolett.(glöggir menn vita sjálfsagt að þennan karakter er líka að finna í mynd Tarantinos Jackie Brown.).Out of Sight fjallr um Bankaræningja sem misstekst að ræna SunTrust banka og er fangelsaður fyrir vikið.Hann er ekki ánægður með það og brýst út ásamt Buddy Bragg og Chino.Síðan er atburðarásin á þá leið að FBI gellan Karen Sisco(Lopez) einsetur sér að finna þennan bankaræningja en verður fyrir slysni ástfangin af honum.
The Limey er næsta mynd snillingsins en í henni er að finna Terence Stamp,Lesley Ann Warren,Peter Fonda og Luis Guzman(sem Soderbergh notar mikið í myndir sínar).Þessi mynd fjallar um breskan harðjaxl sem leitar hefnda fyrir dóttur sína í Kaliforníu.Þetta finnst mér vera besta myndin hans til þessa.Nú kem ég að nýjustu mynd hans en það er myndin um mannvininn Erin Brokovich sem leysir stórmál og setur á hausinn stórfyrirtæki sem er að eitra vatn fyrir fólki í smábænum Hinkley.Þessi mynd skartar Juliu Roberts í aðalhlutverki.Ég var dálítið hissa að sjá þessa mynd koma frá Soderbergh er þetta sísta myndin hans.
En kauði er ekki dauður úr öllum æðum og fer að koma á klakann mynd með þeim Michael Douglas ,Don Cheadle,Benicio Del Toro, Luis Guzmán, Dennis Quaid og Catherine Zeta-Jones sem ber nafnið Traffic og fjallar um hinn harða heima eiturlyfjanna.Þar síðar er í bígerð mynd sem heitir Ocean´s Eleven með George Clooney,
Brad Pitt,Casey Affleck,Julia Roberts,Alan Arkin, Don Cheadle, Matt Damon ,Andy Garcia og Bill Murray.
KURSK