Myndin fjallar um stelpuna Anne Marie(Kate Bosworth) sem lifir fyrir brimbretti.
Hún býr á Hawaii ásamt tveim vinkonum, Eden (Michelle Rodriques) og Lenu, og 14 ára systur sinni, Penny. Þær búa saman í lekum kofa og vinna fyrir leigunni sem þernur á fínu hóteli. Svo kemur þessi líka sæti ruðningskappi og heillar A.M. upp úr skónum, Eden til mikillar gremju, þar sem A.M. hættir að æfa sig á brimbrettinu en hún hefur tæpa viku til stefnu fyrir hina miklu pipe-eitthvað surf keppni þar sem allir í surf-heiminum verða.
Það er ekkert meira hægt að segja um myndina án þess að skemma hana fyrir þeim sem ekki hafa séð. Það sem dregur myndina mjög mikið niður eru ruglandi flash-back atriði út alla myndina, en Anne Marie hafði lent í slysi 3 árum áður, rekið hausinn í og var næstum drukknuð.
Leikstjóri: John Stockwell
Handritshöfundaur: Lizzy Weiss
Framleidd af: Universal Pictures
“Against boredom, the gods themselves struggle in vain.” — Nietzsche