Misery - gagnrýni Aðalhlutverk : Kathy Bates, Scott Caan
Leikstjóri : Rob Reiner
Handritshöfundur : William Goldman (byggt á sögu Stephen King)
Tegund myndar : drama, hryllingur, thriller
Tagline : Paul Sheldon used to write for a living. Now, he's writing to stay alive.

***Grein getur innihaldið spoilera!***
Ég var búinn að lesa bókina Misery eftir Stephen King fyrir u.þ.b. tveimur árum og verð ég að segja og veit ég ekki af hverju, en ég heillaðist og eftir það hef ég lesið ófáar bækurnar eftir Stephen King og hef ekki enn orðið fyrir vonbrigðum.

Söguþráðurinn er í raun einfaldur og er á þá leið að kvöld eitt, þegar Paul Sheldon hefur lokið við að skrifa nýjustu sögu sína og fagnar á sinn hátt, hann pantar sér flösku af Dom Perrignon, fær sér sígarettu. Á leiðinni heim skellur á stormur og lendir hann útaf en er sem betur fer bjargað af Annie Wilkes, menntuð hjúkrunarkona sem býr um hann og hjálpar honum að ná sér. En það kemur fljótt í ljós að Annie er ekki alveg heil á geði og virðist ekki þekkja muninn á raunveruleika á bókum og alvörunni.

Kathy Bates fékk Óskarsverðlaun árið 1991 fyrir túlkun sína á Annie Wilkes og mér sýnist hún hafa átt hann skilinn. Hún Annie er manneskja sem breytir um skap á svipstundu og því kannski erfiðara og flóknara en “hefðbundin” hlutver. Scott Caan fannst mér góður sem Paul Sheldon og fannst mér persónan vera nokkur egóisti og virkaði eins og honum fyndist hann æðri en aðrir..
Einnig fannst mér fógetinn og konan hans góð í myndinni og bættu smá húmor inn í myndina.

Leikurinn í myndinni er til fyrirmyndar og sagan áhugaverð, þó finnst mér samt sem nokkrum mikilvægum og skemmtilegum hlutum úr bókinni hafi verið sleppt, t.d. þegar Annie fór í burtu í nokkra daga og Paul þurfti að lifa á pissinu á sér. Stephen King er snillingur í mínum augum. Umhverfið fannst mér einnig nokkuð fallegt.

Mynd sem er vel þess virði að sjá og heldur athygli áhorfandans allan tímann og verður aldrei leiðinleg eða væmin…
***+/****