**** Mögulegir Spoilerar ****
Mynd þessi gerist eftir að 3ju heimstyrjöldinu hefurlokið. Almenningur og yfirvöld hafa gert sér grein fyrir að ef 4 heimsstyrjöldin myndi brjótast út þá yrði við útdauð. Stjórnvöld hafa því komist að þeirri niðurstöðu að ein aðalástæðan yfir því að fólk berjist og nái að verða íllt við hvort annað séu tilfinningar. Fólk er því alið upp við það að sýna tilfinningar sé vont og um leið glæpsamlegt. Tvisar á dag taka allir íbúar inn efni sem slekkur á tilfinningum fólks. Til að fylgjast með þessu eru sérstakir löggæslumenn sem fylgjast með að þessu sé framfylgt. Yfir þeim er sérsveit sem kallast Klerkar(Clerics). Klerkar þessir eru hálf gerðir Bounty Hunters og elta uppi fólk sem reynir að finna til eða njóta lífsins, eins og að eiga málverk og lesa bækur. Allir þeir sem finnast og njóta lífsins eru réttdræpir.
Aðalpersonan heitir Cleric John Preston (Christian Bale, Ameriacan Psyco, Regin of Fire) og hans félagi er Cleric Partridge (Sean Bean, LOTR:FOTR, LOTR:TTT, Ronin). Preston tekur eftir því að Partridge er ekki að standa sig og rannsakar málið með hræðilegum afleiðingum. Lendir hann síðan í því að tilfinninga skammturinn hans skemmist og fer hann að finna til og ákveður að rannsaka tilfinningar sínar frekar með misskemtilegum afleiðingum.
**** Mögurlegir Spoiler enda *****
Útlitið á þessari mynd er alveg frábært. Þó svo að myndin virðist hafa verið á tight Budget þá sleppur allt vel. Passað er að útlitið sýnir ekkert sem gæti skapað tilfinnigar. Allir klæðast hvítum, gráum eða svörtum fötum. Öll hús er hvít, grá eða svört. Og sömuleiðis allt í þeim fyrir utan einstaka krómaða lampa. Allir eru stífir og sýna engin svipbrigði. Klerkar læra sjálfvörn sem heitir Gun-Kata og er þetta Gun-Kata alveg endalaust flott. Myndin hefur yfirbragð frá söguni 1984 og Fahrenheit 451. Og smá Gattaca bragð af sögunni. Fyrir mitt leyti er þetta ein svalasta mynd sem ég hef séð sérstaklega í ljósi þess að hún er ekki keyrð áfram á tæknibrellum. Að sjá Gun-Kata bardaga atriðin taka Matrix í óæðri endan (líklegt að margir mæla þessar myndir saman). Leikarnir standa sig allir vel enda góður hópur.
Christian Bale er alltaf svalur finnst mér og nær að tjá mann sem er að berjast við að vera tilfinningalaus mjög vel.
Sean Bean er þarna í fínu hlutverki, litlu en þó lykil hlutverki.
Emily Watson kemur þarna fram líka og stendur sig vel og nær að opna augun manns fyrir því hversu mikilvægar tilfinningar fólks geta verið.
Matthew Harbour leikur son Prestons og tjáir hann gífurlega vel og kemur persóna manns á óvart, fylgjast þarf vel með því hvað hún segir til að sjá í gegnum hann.
Taye Diggs leikur Klerkin Brandt sem er nýr félagi Preston og er hann mjög ákvaður í að standa sig og er það túlkað á góðan hátt.
Aðrir standa sig líka vel. Og þessi saga skilur dálitið eftir sig. Helsti gallin er það að manni finnst að einstaka atriði hefði verið hægt að útfæra örlítið betur, manni finnst vanta smá kraft í þau, en kannski skirfast það á leikstjóran Kurt Wimmer og þá peninga sem hann hafði. Annara eru öll mál leist vel að hendi.
Sviðmynd er skemmtilega líflaus og öll tæki í myndini. Útfærslan af Gun-Kata skemmtir manni og maður sér að þetta er það eina nýja sem maður hefur séð í bíó mjög lengi. Vonandi fáum við meira af þessu.
Ég gef þessari mynd ***+/**** (+ stendur fyrir hálfan hjá mér) og er hún ekki langt frá því að fá meira
Ég skora líka á Laugarsbíó (sem er með Dimension Films) að sýna þessa mynd þó það væri ekki nema í 2 vikur. Þetta er ekki mynd sem á skilið að fara beint á videó.
:: how jedi are you? ::