Mig langar til þess að skrifa hérna um athyglisverða mynd sem ég sá í gærkvöldi, Pleasantville.

Þegar ég sé þessa mynd fyrst auglýsta á sínum tíma, þegar hún var enn í bíó, þá fannst mér þetta forvitnilegt, mest allt svarthvítt en stöku sinnum sást litur. Lítið var gefið upp um söguþráðinn og ekki fór ég á hana í bíó og því kraumaði í mér forvitnin. Þess vegna var ég ákveðinn í því að horfa á hana þegar ég sá hana auglýsta í gær.

Þetta er ótrúlega sniðug mynd þó svo að hugmyndin sé nú nokkuð galin :) Ekki mjög líklegt að maður komist inní sjónvarpið sitt og taki þátt í atburðunum þar! Þó svo að mig hafi dreymt um að geta það þegar ég var yngri, svona fjarstýring var draumurinn :)

En aftur að myndinni. Sem sagt, systkinin tvö, Jennifer og égmanekkihvaðstrákurinnhét fóru inní sjónvarpið eftir að fjarstýringin þeirra bilaði og undarlegur sjónvarpsviðgerðarmaður kom og lét þau hafa furðulega fjarstýringu. Systkinin lentu inní gömlum þætti, Pleasantville sem bróðurnum líkaði mjög vel við en systirin, og gelgjan, var ekki mjög hrifin af! Hún fór að haga sér “illa” og bærinn fór að breytast. Allt var áður mjög “næs” í bænum en nú fór margt að breytast og margir fóru að verða í lit! Á endanum varð allt í bænum í lit.

Ég ætla nú ekki að ljóstra upp allri myndinni! Þið verðið bara að taka hana á leigu eða bíða eftir endursýningu, þ.e.a.s. ef þið hafið ekki séð hana ennþá. En þetta var snilldar ræma sem ég myndi mæla með fyrir hvern sem er! Athyglisverð tæknin líka sem þeir notuðu við að lita suma en hafa aðra svarthvíta á sama tíma, hvernig fóru þeir að því ? Ég er engin tæknibrellusérfræðingur :)

Eitt að lokum, systurina lék Reese Witherspoon (er etta rétt skrifað?) Var það ekki hún sem lék brjálæðingsins í American physco en meikaði hún það ekki fyrst einhverstaðar annarstaðar ? Einhverjum unglingatrylli eða álíka?

Jæja, ég hef ekki meira fram að færa í bili þannig að ég þakka bara fyrir mig,
JohnnyB
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _