Fyrst heyrði ég um John Huston þegar ég sá myndina Chinatown fyrir alllöngu síðan og líka að hann væri faðir Ang, en hægt og rólega áttaði ég mig á því að hann væri
einn af virtustu leikstjórum heims. Hans frægasta mynd er án efa debut myndin Möltufálkinn með Humphrey Bogart í aðalhlutverki.
En aðrar frægar eru myndirnar Prizzi´s Honor, Key Largo, Asphalt
Jungle og fleiri frægar.
African Queen gerist í Afríku í Fyrri Heimstyrjöldinni og fjallar
um trúboðann Rose (Katherine Hepburn) sem vill fara aftur til Englands og hefna sín á Þjóðverjum í leiðinni, allt með hjálp hins
drykkfellda báteiganda og stjóra Charlie Allnut (Bogey). Þau lenda í ýmsum ævintýrum á leið sinni niður eftir ánni sem gerir lítið
annað en að færa þau nær hvort öðru.
Katherine Hepburn leikur trúboðann stirða af mikilli snilld og
minnti hún mig stundum á leiðinlegu hjúkkuna í Cuckoos Nest.
En Bogey var þó betri og sjaldan hef ég séð mann líkja svo vel
eftir fullum manni. Myndin var tilnefnd til fernra óskara og hlaut
einn Bogey í vil. Katherine Hepburn var tilnefnd og John Huston sem
besti leikstjóri. En Huston og James Agee voru tilnefndir til besta
handrits.
Myndin er alger gullmoli sem rennur ljúflega niður og ég mæli
einstaklega með henni. Hún er til á James Bönd,
Toppmyndum Sólvallagötu, Aðalvideoleigunni og fleirum.
Takk fyrir mig
barrett